Dægurspor

Dægurspor 38 FYRSTI DJASSINN LÆTUR Á SÉR KRÆLA Sömu hljóðfæraleikarnir spiluðu í skrúðgöngum og á dansleikjum. Það leiddi til þess að marsar og danslög runnu stundum saman í eitt. Með örlitlum breytingum var hægt að nota sama lagið til að ganga eftir í skrúðgöngu og dansa eftir á balli. Þegar litlar hljómsveitir fóru að spila lög, sem upprunalega voru útsett fyrir stórar lúðrasveitir, fóru ýmis ferli í gang. Þá reyndu fáeinir hljóðfæraleikarar að ná yfir alla þá tóna sem stór lúðrasveit hafði upp á að bjóða í sama lagi. Það leiddi til þess sem síðar var nefnt improvisation eða spuni. Það er líka kallað að leika af fingrum fram. Auk þessa léku menn sér með blæbrigði hljóðfæranna. Djassleikarar tóku upp þann sið blúsmanna að leika sér með tónhæð í laglínu, þ.e. að spila svonefnda bláa tóna. Þeir þykja auka tilfinningarleg áhrif tónlistar. Blúsinn færði djassinum einnig þá tjáningaraðferð að færa til byrjun hverrar hendingar, byrja t.d. ekki allar hendingar á fyrsta slagi. Þess í stað byrjuðu menn hendinguna aðeins fyrr eða þá örlítið á eftir slaginu. Menn breyttu hendingum sér til gamans með ýmsum hætti og brydduðu upp á nýjum hugmyndum þar að lútandi. Þetta voru kallaðar skreytingar eða bara dútl. Einnig var talað um jassing eða jazzing up í þessu sambandi. Það var ekki fyrr en síðar sem farið var að tala um spuna eða improvisation. Þrátt fyrir þessa tilburði fékk andi laglínunnar og hugblær oftast að halda sér. Þetta voru frjóir tímar og tón- listarmenn höfðu mikið að gera. Stöðug eftirspurn var eftir nýju og fersku efni. Fólk vildi t.d. fjörug lög á dansleikjum. Kröfur tímans kölluðu á nýja nálgun og farið var að blanda saman stílteg- undum. Vegna vinsælda ragtime- tónlistar fóru menn að spila alls konar lög með synkópum. Svo kom blúsinn til sögunnar. Þá voru hljóðfæraleikar beðnir um spila „svolítið blúsað“, þó alls ekki væri verið að spila blús. Djassinn var að verða til. Jasshljómsveit í New Orleans.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=