Dægurspor
37 Banjóleikarinn leikur hljóma lagsins. Banjóið kemur úr minstrel sýningunum og var algengt meðal blökkumanna. Þó hentaði það ekki í blús-tónlist (sjá Hljóðspor bls. 22) Trommusett voru ekki komin til sögunnar þegar New Orleans djassinn kom fram. Því voru nokkrir trommuleikarar í hverri sveit og hver maður einungis með eina trommu. Þannig er það enn í skrúðgöngum. Þungu slögin, þ.e. fyrsta og þriðja taktslag, eru leikin á bassatrommu í takt við túbuna. En sneriltromma sér um annað og fjórða taktslag, svonefnt eftir- slag eða backbeat . Hvorki var leikið á kontrabassa né píanó í skrúðgöngunum í New Orleans. Hvers vegna var það ekki gert? Lúðrasveit í New Orleans. Stúlka með banjó. Nýi heimurinn
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=