Dægurspor

Dægurspor 34 ÓSTÖÐVANDI HRINGIÐA LIFANDI TÓNLISTAR Louisiana telst til Suðurríkjanna. Í borgara- stríðinu (þrælastríðinu) var New Orleans fljótlega hernumin af norðanmönnum. Her- setunni fylgdi fjöldi lúðrasveita sem iðulega tóku lagið á götum úti. Þegar friður komst á árið 1865 héldu hermennirnir til síns heima. Mikið af lúðrum og trommum varð eftir í borginni þar sem þau gengu kaupum og söl- um á mörkuðum og hjá skransölum. Sagan endurtók sig 1898 þegar Spænsk-ameríska stríðinu lauk og Bandaríkjamenn tóku Kúbu af Spánverjum. Hver sem vildi gat þá eignast blásturshljóðfæri og trommur fyrir lítið fé. Þannig var blásið í lúðra við flest tækifæri. Oft sátu blásarar aftan á hestvögnum og þeyttu lúðra meðan aðrir á vagninum kölluðu tilkynningar til fólksins á götunni. Iðulega fylgdi krakkaskari þessum vögnum eftir um stræti og torg. Second line nefnist sá hópur fólks sem gengur á eftir lúðraflokki í New Orleans. Kornett, básúnur, klarínett og túbur voru algengustu hljóðfærin. Einnig var leikið á stakar trommur. En einungis fáir lásu nótur. Það voru einna helst kreólarnir. Hinir spiluðu eftir eyranu. Þar af leiðandi urðu iðulega til margar útgáfur af sama laginu. Þegar blökkumenn hófu að flytja sína eigin söngva með evrópskum hljóðfærum má segja að þeir hafi brætt saman menningu hvítra og svarta, Vitað er að margar laglínur þeirra voru „fengnar að láni” frá mörsum lúðrasveitanna. Fólk sem fylgir lúðrasveit: Second line. Lúðraflokkur í New Orleans.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=