Dægurspor

33 þessari lagasetningu voru öll sérréttindi kreólanna numin brott. Þeir voru reknir burtu af heimilum sínum í downtown . Vel menntaðir tónlistarmenn misstu vinnu sína í tengslum við samkomur og skemmtanir hvítra manna. Héðan í frá áttu þeir ekki í önnur hús að venda en hjá ómenntuðum blökkumönnum. Þá gerðist nokkuð sem áður hefði verið talið útilokað í New Orleans. Skólagengnir tónlistarmenn, hálfljósir eða hálfdökkir á hörund, þ.e. brúnir kreólar, fóru að spila með þeldökkum hljóðfæraleikurum sem voru algjörlega ólæsir á nótur. Sagt er að mörgum kreólanna hafi ekki litist á blikuna fyrst í stað. Blökkumennirnir spiluðu bara það sem þeir gátu sungið. Þeir litu á hljóðfæri sín sem framlengingu á röddinni og léku allt eftir eyranu. Og spilað gátu þeir. Það gátu kreólarnir líka. Þeir gátu ennfremur lagt til færni sína, fagmennsku og fágaðan hljóðfæraleik. Þeir miðluðu blökkumönnunum af þekkingu sinni og lyftu hljóðfæraleiknum á hærra plan. Þannig fóru fljótlega ýmis gagnvirk skapandi ferli í gang. Ólík vinnubrögð, hugmyndir og stíltegundir runnu saman. Til urðu drög að nýjum formum tjáningar. Hvítir hljóðfæraleikarar fóru ekki varhluta af því sem var að gerast. Tónlistarmenn í New Orleans voru nefnilega vanir því, að fylgjast með því sem starfsbræður þeirra höfðu fram að færa burtséð frá uppruna þeirra. Nýi heimurinn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=