Dægurspor

Dægurspor 32 NEW ORLEANS OG SKAPANDI FERLI Regluverkið sem kennt hefur verið við Jim Crow hafði mikil áhrif á mannlífið í New Orleans. Árið 1894 voru afgreidd lög sem nefnast The Louisiana Legislative Code . Þeim lagabókstaf var afdráttarlaust beint að öllum sem rann eitthvert afrískt blóð í æðum enda gjörbreyttu þau lífi brúnu kreólanna. Jafnvel octoroon , sem einungis var blökkumaður að einum áttunda, var nú skilgreindur sem „litaður“ eða negro . Þar með var viðkomandi aðskilinn frá stöðum og hverfum hvítra í borginni. Með Mikið framboð var af lúðra­ sveitum og litlum hornaflokkum í New Orleans enda eftirspurnin mikil. Borgin varð óstöðvandi hringiða lifandi tónlistar. Það voru skrúðgöngur ( street para- des ), veislur, lautarferðir, skógar­ túrar, bátsferðir á Mississippi, brúðkaup, jarðarfarir og dans­ leikir. Hvers kyns mannfagnaður kallaði á tónlist. JIM CROW Að lokinni borgarastyrjöldinni árið 1865 var öllum þrælum veitt frelsi. Hófst þá mikið viðreisnar- starf í Suðurríkjunum. En fljót- lega tók kúgun blökkumanna á sig nýja mynd. Alls konar reglu- gerðir voru settar til að skilja kynþættina að (sjá Hljóðspor bls. 10–11). Blökkumenn máttu t.d. ekki sækja sömu veitingahús og hvítir. Þegnarnir voru „jafnir en aðskildir“ eins og hæstiréttur úrskurðaði árið 1896. Heitið Jim Crow var síðar notað yfir þessi lög og reglugerðir um aðskilnað kynþáttanna sem voru í gildi fram yfir miðja tuttugustu öld. Farið á netið. Notið leitarorðið Jim Crow og leitið að myndum sem varpa ljósi á kynþáttaaðskilnaðinn í Bandaríkjunum. Kvikmyndahús fyrir hörundsdökka.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=