Dægurspor

31 SYNKÓPUR – MISGENGI: Svo leið tíminn. Scott Joplin var löngu dáinn og flestum gleymdur þegar kvik- myndafyrirtæki í Hollywood gerði kvikmyndina The Sting með frægum sjarm- örum í aðalhlutverkum. Rykið var dustað af gömlum nótum og tónlist eftir Scott Joplin valin í kvikmyndina. Gömlu ragtime-lögin hans slógu nú í gegn svo um munaði. Kvikmyndin var frumsýnd árið 1973. Scott Joplin öðlaðist því heimsfrægð mörgum áratugum eftir andlát sitt. 44 Misgengi (synkópa) œ œ j œ œ œ œ j œ j œ œ œ j FARANDSÝNINGAR – MINSTREL SHOW – CAKEWALK – JIM CROW Skömmu eftir 1840 hófu göngu sína í Bandaríkjunum farandsýningar, þar sem blandað var saman tónlist, dansi og gamanleik. Slíkar uppákomur voru kallaðar minstrel show . Löngu fyrir daga kvikmynda og sjónvarps voru slíkar skemmtanir kærkomin tilbreyting í dreifðum byggðum Suðurríkjanna. Þessar farandsýningar áttu sinn þátt í að breiða út ýmis amerísk sönglög, t.d. lög Stephan Fosters en einnig mörg önnur lög. Leikararnir voru upphaflega hvítir en jafnan litaðir svartir í framan af því að þeir voru látnir leika blökkumenn. Með alls konar skrípalátum var dregin upp skopmynd af húðlötum, hjátrúarfullum – en músíkölskum svertingja. Oftar en ekki gekk sú persóna undir nafninu Jumping JimCrow . Hin ýkta persónusköpun ýtti mjög undir fordóma í garð blökkumanna. Við upphaf 20. aldar hafði dregið mjög úr vinsældum minstrel -sýninganna. Við tóku svonefndar vaudeville -skemmanir. Einn hluti minstrel -sýninganna lifði þó breytingarnar af. Lokaatriði þeirra, svonefnt cakewalk hélt velli. Þá þrömmuðu allir leikarnir um sviðið eftir dynjandi tónlist og lófaklappi áhorfenda. Cakewalk er reyndar ættað frá plantekrum Suðurríkjanna þegar þrælar pöruðu sig saman, klæddust skrautlegum búningum og gengu glaðhlakkalegir um stofur og gólf með ýmsum tilburðum. Parið, sem mestur stíll var yfir, hreppti stóra tertu í verðlaun. Af því er nafnið cakewalk dregið. Oft líktu þrælarnir eftir spjátrungslegum tilburðum hvítra húsbænda sinna, þegar þeir reyndu að temja sér siði evrópskra aðalsmanna. Stephan Foster (1826–1864) hefur verið kallaður faðir bandarískrar tónlistar. Nýi heimurinn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=