Dægurspor

Dægurspor 30 RAGTIME Píanó voru útbreidd hljóðfæri á 19. öld bæði austanhafs og vestan. Um miðja öldina komu píanistar oft fram á skemmtistöðum sem eins manns hljómsveit eða one man band . Þegar tónlist var annars vegar, var píanóið einnig miðpunktur heimilsins þangað til útvarpið kom til sögunnar. Því kom sér vel að eiga nótur með skemmtilegum lögum. Ragtime -tónlist var gríðarlega vinsæl í Ameríku um aldamótin 1900 og fram til 1915. Svo vinsæl að líkja má við æði. SCOTT JOPLIN Frægastur ragtime -höfunda er Scott Joplin, blökkumaður frá Texas. Hann settist að í Sedalia í Missouri og lék á píanó á skemmtistaðnum Maple Leaf Club . Um aldamótin seldust nótur með lagi hans Maple Leaf Rag í milljón eintökum. Síðar fluttist hann til St. Louis. Sú borg var þekktur viðkomustaður gufuskipanna á Mississippi og jafnan mikið um að vera í skemmtanalífinu þar á bæ. Það kom sér vel fyrir hljóðfæraleikara. Þarna samdi Joplin m.a. lögin The Entertainer , The Easy Winner og Solace . Árið 1904 voru haldnir Ólympíuleikar í St. Louis samtímis heimssýningu. Athygli heimsins beindist því að borginni. Í kjölfarið barst ragtime -tónlistin út um víða veröld. Scott Joplin var vel mennt- aður tónlistarmaður og tón- skáld sem tók list sína alvar- lega. Hann vildi að lög sín væru spiluð nákvæmlega eftir nótunum. Hann vildi ekki að þau væru leikin of hratt, eins og stundum hefur orðið raunin. En ragtime -tónlistin þynntist brátt út. Ýmsir mis- notuðu vinsældir orðsins rag- time og gáfu út lög þar sem það heiti var notað án inni- stæðu. Þar má nefna þekkt lag, Alexander Ragtime Band . Gestir hvaðanæva úr heiminum sóttu heim Ólympíuleika og heimssýningu í St. Louis árið 1904, hrifust af ragtime tónlist og báru hróður hennar um víða veröld. Enska sögnin to rag merkir að skamma, úthúða, stríða eða hrekkja. Nafnorðið rag getur þýtt tuska, drusla og fleira í þeim dúr. Rags eru þá garmar, larfar, tötrar eða fataræflar. Lýs- ingarorðið ragged þýðir rifinn, tættur, ræfilslegur en einnig ójafn eða úfinn. Í upphafi 20. aldar skírskotaði orðið rag einn- ig til tónlistar sem að sumu leyti minnti á hergöngumars en fékk að láni ýmsa rytma úr afró-amer- ískri banjó-tónlist. Þannig féllu áherslurnar í tónlistinni til að mynda á milli taktslaganna. Það kallast synkópur eða misgengi. Menn notuðu synkópur í alls konar lögum og notuðu sögnina to rag til að lýsa því sem þeir voru að gera, þ.e. að rífa taktinn í tón- listinni eða gera hann ójafnan.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=