Dægurspor

29 Saxófónn er uppfinning Belgans Adolphe Sax og var einkaleyfið skráð á hans nafn árið 1848. Hann hafði aðsetur í París og var góðvinur franska tónskáldsins Hectors Berlioz. Sagt er að Sax hafi ætlað sér að sameina helstu kosti málm- og tréblásturshljóðfæra í einum og sama gripnum. Saxófónninn er þar af leiðandi nokkurs konar kynblendingur. Náði hljóðfærið þegar miklum vinsældum, t.d. í lúðrasveitum. Saxófónar eru til í mörgum stærðum. Þar má nefna sópran-, alt-, tenór- og barytonsaxófón. Munnstykkið líkist munnstykki bassaklarínetts. Klapparnir minna á þverflautu og gera mönnum kleift að leika hratt þegar við á. Tónblærinn getur ýmist verið mildur eða hrjúfur enda saxófónninn svipríkur og persónulegur í höndum góðs tónlistarmanns. Klarínett (klarínetta) er alhliða tréblásturshljóðfæri. Tónninn er hlýlegur og tjáningarríkur og tónsviðiðmikið. Klarínett er algengt í klassískri tónlist. Mozart var t.d. mjög hrifinn af því. Samdi hann fjölda klarínettverka milli 1780 og 1791, á síðustu árum ævi sinnar. Síðan á 19. öld hefur klarínett haft fastan sess í sinfóníuhljómsveitum. Þar eru að jafnaði tvö til þrjú klarínett, stundum er bassaklarínett haft með. Þegar blásið er í hljóðfærið kemst hreyfing á örþunnt reyrblað sem fest er neðan á munnstykkið. Þá heyrist tónn (sjá mynd á bls. 36). Skopritið Spegillinn gerði grín að stofnun skólalúðrasveita í Reykjavík árið 1954. Hér sést Páll Ísólfsson stjórna. Nemandi leikur á saxófón í skólalúðrasveit. Nýi heimurinn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=