Dægurspor

Dægurspor 28 Básúna er auðþekkjanleg á lögun sinni. Líkt og á öðrum málmblásturs­ hljóðfærum er tónninn myndaður með vörunum, sem titra þegar puðrað er í munnstykki á enda hljóðfærisins. Með því að breyta blæstrinum lítillega er hægt að leika nokkra tóna. Það sem á vantar næst með því að lengja og stytta loftstrauminn um hljóðfærið. Með því að draga fremri hlutann eða sleða básúnunnar fram og til baka, má lengja og stytta þennan loftstraum. Þessi aðferð gerir mönnum jafnframt kleift að renna á milli tóna. Það nefnist glissando og getur verið skemmtilegt. Básúna nefnist trombone á mörgum erlendum málum. Því má ekki rugla saman við enska orðið bassoon sem merkir fagott. Sousafónn varð til að ósk John Philip Sousa, hins mikla lúðrasveitar­ frömuðar. Maður að nafni James Welsh Pepper smíðaði fyrsta hljóðfærið árið 1893. Bjalla þess er gríðarstór (26 tommur) og er fyrir ofan höfuð hljóðfæraleikarans þegar spilað er. Hljóðfæraleikarinn klæðir sig nánast í þennan mikla lúður og hentar hann því vel til leiks í skrúðgöngum (sjá mynd). Þegar leikið er innan dyra, finnst mörgum hins vegar betra að leika á túbu. Túba varð til um miðja 19. öldina (sjá mynd á bls. 36). Nafnið er komið úr latínu og merkir einfaldlega trompet eða horn. Túban er bassahljóðfæri málmblástursfjölskyldunnar. Túbuleikarinn þarf að sitja á meðan hann leikur á hljóðfæri sitt. Þess vegna voru sousafónar notaðir í skrúðgöngum, þó þungir væru. Nú á dögum leika margir á sousafón úr trefjaplasti og er hann mun léttari en samskonar hljóðfæri úr málmi. Brugðið á leik með sousafón. Tommy Dorsey leikur á básúnu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=