Dægurspor

Dægurspor 26 HRYNÆFING OG HLJÓÐFÆRALEIKUR Æfið og flytjið með lúðrasveitarmarsi, t.d. The Washington Post eftir Sousa. HORNAFLOKKUR HELGA HELGASONAR Fyrir tíma vélknúinna farartækja og skarkala nútímans gátu lúðrahljómar og trommusláttur borist langar leiðir. Dró tónlistin iðulega að sér bæði börn og fullorðna. Helgi Helgason (1848–1922), höfundur lagsins Öxar við ána, var ákaflega fjölhæfur og merkilegur maður. Hann stofnaði Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur árið 1876. Til er skemmtileg frásögn Árna Thorsteinssonar tónskálds af leik hornaflokks Helga Helgasonar á Austurvelli: En þótt músíkin hafi ekki verið hnökralaus, laðaði hún bæjarbúa niður að Austurvelli, en þangað þusti fólkið í hvert sinn er lúðurþeytarafélagið lét til sín heyra. Æskulýðurinn komst hreint og beint í uppnám og einstaka strákar fylltust gáska og sprelli, skriðu inn fyrir girðinguna sem þá var komin í kring um völlinn og kútveltust þar í áflogum eða þá þeir fóru í eina bröndótta og glímdu af kappi undir hornablæstrinum. Og það voru fleiri en mannfólkið sem músíkin orkaði á: Hundar bæjarins, sem voru margir, ruku upp með írafári þegar hornaflokkurinn byrjaði að spila, hópuðust inn á Austurvöll, flugust þar á eins og strákarnir og létu öllum illum látum. Harpa minninganna. Árni Thorsteinsson, minningar bls. 26-27. Ingólfur Kristjánsson færði í letur. 1895. Hornaflokkur Helga Helgasonar. Standandi talið f.v. Wickström klæðskeri, Gísli Guðmundsson bókbindari, Eiríkur Bjarnason járnsmiður, Gísli Finnsson járnsmiður, Þorsteinn Jónsson járnsmiður, Davíð Heilman prentari og Ólafur Hjaltested kaupmaður. Sitjandi f.v. Helgi Helgason tónskáld og Hannes Halldórsson verslunarmaður. ™ ™ ™ ™ 5 ™ ™ ™ ™ ™ ™ ™ ™ 44 / / / / / / / œ Œ œ Œ œ œ œ Œ œ Œ œ œ œ Œ œ Œ œ Œ œ œ œ Œ œ Œ œ Œ œ Œ œ œ œ Œ œ Œ Œ œ œ Œ Œ œ œ Œ Œ œ œ Œ Ó œ Œ œ Œ œ Œ œ œ œ Œ œ Œ œ œ œ Œ ˙ œ œ ˙ Ó ˙ œ œ ˙ œ Œ œ Œ Œ œ Œ œ œ Œ œ Œ Œ œ Œ œ œ Œ œ œ œ Œ œ œ œ Œ Œ œ œ œ œ Œ œ Œ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=