Dægurspor

Dægurspor 24 KREÓLAR, CREOLES OG CREOLES OF COLOR Í New Orleans var margt öðru vísi en annars staðar. Yfirleitt er orðið kreóli notað yfir spænsku- eða frönskumælandi mann sem fæddur er í Vesturheimi. En í New Orleans voru bæði til creoles og creoles of color , þ.e. „brúnir kreólar“. Merkileg saga er á bak við síðarnefnda heitið. Hjónabönd hvítra og þeldökkra komu ekki til greina í New Orleans frekar en annars staðar í Norður-Ameríku. Hins vegar voru hvítar konur ekki á hverju strái og talsvert færri en hvítir karlar. Því voru góð ráð dýr þegar kom að því að menn vildu finna sér kærustu. En Frakkarnir í borginni dóu ekki ráðalausir. Ástarsambönd hvítra karla og afríska kvenna voru nefnilega ekki litin hornauga þar á bæ, þótt hjónabönd af því tagi væru bönnuð. Börnin, afsprengi þessara ástarsambanda, voru brún á hörund, og kölluðust creols of color , þ.e. „brúnir kreólar“. Sérstakur húðlitur þeirra aðgreindi þá bæði frá hvítum kreólum og blökkumönnum. Brúnu kreólarnir, sem hér eftir verða einungis nefndir kreólar, gengu margir menntaveginn að evrópskum hætti. Þeir töluðu frönsku, lærðu á hljóðfæri og voru læsir á nótur. Sumir fengu vinnu sem hljóðfæraleikarar á fínum samkomustöðum, t.d í einhverju af þremur óperuhúsum borgarinnar. Aðrir urðu kaupmenn, athafnamenn, læknar, lærðir handverksmenn, landeigendur og jafnvel þrælaeigendur. Kreólarnir lifðu aðskildir frá þeldökkum íbúum borgarinnar og töldust hærra settir í samfélagsstiganum. Þeir bjuggu í hverfi hvítra sem kallaðist uptown en er nú þekkt sem Franska hverfið í New Orleans. Blökkumönnunum þóttu kreólarnir góðir með sig og heldur vandlátir á vini og félagsskap. Sópransaxófónleikarinn Sidney Bechet (1897–1959) var kreóli. Canal Street um 1960. Heimili afríska fólksins, þ.e. fyrr­ verandi þræla og afkomenda þeirra, var hins vegar nálægt fljótinu í bæjarhluta sem nefnd­ ist downtown. Blökkumennirnir voru ófaglærðir verkamenn, unnu ýmis störf á Mississippi eða þjónuðu hvíta fólkinu á heimilum þess. Þeir svörtu þóttu glaðbeittir og félagslyndir. En kreólarnir gáfu sig lítið að þeim. Canal Street skildi uptown og downtown að. Öll átti þessi skipan mála eftir að breytast.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=