Dægurspor
23 CONGO SQUARE, PLACE DE NEGRES Samkvæmt svörtu lögbókinni, CodeNoir , fenguþrælarnir frí á sunnudögum til að sækja kaþólska messu. Að guðsþjónustu lokinni var þeim frjálst að gera það sem þeir vildu. Þá söfnuðust þeir saman á Congo Square , öðru nafni Place de Negres , til að dansa og leika á afrískar trommur. Þetta stakk algjörlega í stúf við það sem annars staðar þekktist í Bandaríkjunum. Þar voru afrískar trommur hreinlega bannaðar. Þess vegna vöktu athafnir blökkumannanna jafnanmikla athygli. Fylgdist fjöldi fólksmeð tilþrifunum á torginu hverju sinni, jafnt heimamenn sem aðkomufólk. Blaðagreinar og dagbókarbrot lýsa hringdansi hundruða blökkumanna ( ring shout ) við dynjandi trommuslátt, klingjandi banjóleik og kliðmjúkar hristur. Þessar samkomur þrælanna hvern sunnudag urðu þess valdandi að lífæðin til Afríku slitnaði aldrei. Afrískir tónlistarstraumar áttu greiðari leið að hjörtum fólks í New Orleans en annars staðar í Bandaríkjunum. Trommur voru á þessum árum lítt áberandi í vestrænni tónlist. Margir leiða líkum að því, að trommuleikur þrælanna á Congo Square hafi vakið ómeðvitaða tilfinningu meðal viðstaddra fyrir hrynjandi (rytma) og tjáningarmöguleikum ásláttarhljóðfæra. Þar með hafi þeim fræjum verið sáð sem síðar áttu eftir að bera ávöxt í fjölskrúðugri hryntónlist New Orleans. Nýi heimurinn Afrískur trommusláttur á vorhátíð Austurbæjarskóla. Konan á myndinni er afrískur innflytjandi en piltarnir verðandi tónlistarmenn og rapparar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=