Dægurspor
Dægurspor 22 UPPHAF NEW ORLEANS: NOUVELLE ORLÉANS Borgin NewOrleans byggðist á bökkumMississippi-fljótsins þar semnú er fylkið Lousiana . Áður var þar frönsk nýlenda, kennd við Loðvík fjórtánda. Upphaflega hét borgin Nouvelle Orléans og var stofnuð af Frökkum árið 1718. Þar þróaðist frá upphafi mjög fjölskrúðugt samfélag fólks af ólíkum uppruna. Fljótlega er getið um frjálsa svarta menn á staðnum. Þeir nefndust les gens de couleur libre , þ.e. „litaðir frjálsir menn“. Frakkar og Spánverjar skiptust á um að stjórna svæðinu. Stjórnarhættir þeirra og samskipti við fólk af afrískum uppruna voru með talsvert öðrum hætti en þekktist hjá breskum nýlenduherrum á svipuðum slóðum. Louisiana og gríðarstór landsvæði í námunda við Mississippi-fljótið urðu hluti Bandaríkjanna árið 1803. Upp frá því fór New Orleans að dafna fyriralvöru. Íbúumfjölgaði úr tíuþúsundárið1803 í fjögurhundruðþúsund árið 1920. Auk Frakka og Spánverja fluttu þangað Englendingar, Írar, Ítalir, Þjóðverjar og Svisslendingar. Þangað streymdu einnig flóttamenn frá eyjunni St. Domingue (nú Haíti). Eftir að þrælahald var bannað í Bandaríkjunum árið 1865 streymdu til borgarinnar uppgjafarþrælar úr héruðunum í kring. SVARTA LÖGBÓKIN, CODE NOIR Afrískir þrælar bjuggu í New Orleans frá upphafi. Hlutskipti þeirra var mjög frábrugðið því sem blökkumenn áttu að venjast annars staðar í Norður-Ameríku (sjá Hljóðspor bls. 9–12). Á meðan Frakkar stjórnuðu svæðinu fylgdu þeir ströngum lagabókstaf. Hann var kallaður Code Noir og þar voru þjóðfélagslegri stöðu afrískra þræla settar strangar skorður. En um leið snerust lögin um þarfir og réttindi hinna þeldökku. Húsbændum þeirra leyfðist ekki hvað sem var. Þegar farið var illa með þræl gat hann lagt fram kæru og jafnvel orðið frjáls. Margir hinna ánauðugu voru góðir handverksmenn og leyfðist í frítíma sínum að vinna fyrir kaupi úti í bæ. Þannig söfnuðu þeir peningum og gátu keypt sér frelsi í fyllingu tímans. Aðrir voru látnir lausir eftir áralanga þjónustu. Þó að Lousiana yrði hluti af Bandaríkjunum árið 1803, héldust þessi ákvæði franskra og spænskra laga enn um skeið. Meðal íbúa New Orleans var því mikið um frjálsa blökkumenn. Eftir komu flóttamannanna frá St. Domingue urðu frelsingjar fjölmennasta þjóðarbrotið í borginni, um það bil 5.000 manns. Það eitt sýnir sérstöðu þessarar borgar í bandarískri sögu. Ég var alveg dauðþreyttur og valt út af og sofnaði. […] Svo rankaði ég allt í einu við mér og starði út á tunglskinsmerlað fljótið, sem mér virtist vera eins og víðáttumikið, opið haf. […] Það var ómunahljótt, og tunglskinið varp töfrablæ á vatnsflötinn. Þögnin var svo djúp […] Mark Twain: Stikilsberja-Finnur bls. 36–37. Kristmundur Bjarnason íslenskaði.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=