Dægurspor

21 Nýi heimurinn VESTURFARARNIR Langa-lengi var allt í sömu skorðum, þótt aldir rynnu og kynslóðir kæmu og færu. En um miðbik nítjándu aldar eftir burð Krists tók grundvöllur þessa óbreytanlega skipulags að bifast. Nýting nýuppgötvaðrar orku hófst: Vagnar gátu farið ferða sinna, án þess að hestar drægju þá, og skip gátu siglt yfir hafið án segla. Álfur heimsins þokuðust nær hver annarri. Og í hendur nýrrar kynslóðar, sem hafði tileinkað sér þá list að lesa, kom prentað orð með boðskap frá landi í órafjarlægð, er steig fram úr rökkri sagnanna og tók á sig skýra og freistandi mynd veruleikans. Í þessu nýja landi var jörð, sem enginn ræktaði, og það kallaði á bændur, sem ekki áttu jörð til þess að rækta. Þar bauðst þeim frelsi, er söknuðu þess í heimahögum sínum. Og landnámshugurinn vaknaði í brjóstum þeirra, sem voru jarðnæðislausir, skuldugir, undirokaðir og óánægðir. […] Þeir, sem áræðnastir voru, tóku sig upp fyrstir. Þeir sem framtakssamastir voru, afréðubrottför. Þeir, semgeiglausastir voru, hófu fyrstir hina ískyggilegu ferð yfir úthafið mikla. Það voru þeir, sem óánægðir voru og skjótir til ákvarðana og ekki sættu sig við hlutskipti sitt í heimkynnum sínum, sem fyrstir fluttust brott úr byggðunum. Þeir, sem kyrrir sátu, hinir seingerðari og tvílráðnari – kölluðu þá ævintýramenn. Vilhelm Moberg: Vesturfararnir, bls. 6. Jón Helgason þýddi. Flestir landnemanna voru fastheldnir á siði og tungu forfeðranna. Margir nefndu ný heimkynni eftir fæðingarstað sínum. Þannig urðu til Nýja Ísland, New Jersey, Nouvelle Orléans, Nova Scotia og fleira í svipuðum dúr. Margir landnemar höfðu hljóðfæri í farteskinu og varðveittu ljóð og lög gamla landsins í hjarta sínu. Þegar fram liðu stundir, voru gömul stef og kvæði það sem helst hélt minningu gamla landsins á lofti. Fæstir sneru nokkurn tíma aftur. Tónelskir landnemar úr ýmsum áttum, afrískir þrælar og frumbyggjar Ameríku höfðu áhrif hver á annan. Hljóðfæri af ólíkumuppruna hljómuðu saman í fyrsta sinn. Söngvar og dansar einhvers þjóðarbrots runnu víða saman við arfleifð fólks af allt öðru þjóðerni. Til varð ný tónlist sem aldrei hafði áður heyrst á jarðarkringlunni. Svo endurtók sagan sig með nýjum kynslóðum og frekari búferlaflutningum. Með landnámi Ameríku og flutningi afrískra þræla þangað hófst mikil gerjun og nýsköpun tónlistar. Óhætt er að segja, að heimurinn hafi ekki orðið samur á eftir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=