Dægurspor

Dægurspor 20 NÝI HEIMURINN FÓLKSFJÖLGUN Í EVRÓPU á 16. og 17. öld ýtti mjög undir áhuga manna á landafundum. Einnig girntust Evrópumenn ótrúleg auðæfi í framandi heimsálfum. Hollendingar urðu fyrstir til að stofna landnemabyggð í Afríku. Það var í Höfðaborg í Suður-Afríku. Síðar áttu stórveldi Evrópu eftir að skipta Afríku á milli sín. Var það gert án nokkurs samráðs við heimamenn. Flutningur afrískra þræla til Vesturheims hófst á 16. öld og stóð fram á 19. öld. Þrengsli og bág lífskjör í Evrópu hreyfðu við mörgum. Fyrir þá sem leituðu nýrra heimkynna þótti Ameríka besti kosturinn. Framfarir í siglingum, járnbrautir og áróður í prentuðu máli leiddu til gríðarlegra fólksflutninga þangað. Landnám Íslendinga í Norður-Ameríku hófst að nokkru ráði um 1870. Talið er að 15 til 16 þúsund manns hafi flust vestur um haf og ekki komið til baka.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=