Dægurspor
19 Gamli heimurinn TÓNLIST Á DÖGUM ÞÖGLU MYNDANNA Nýja bíó tók til starfa í sama húsi og Café Rosenberg árið 1920. Nafnið var til aðgreiningar frá Gamla bíói, Reykjavíkur Biograftheater, sem starfrækt var í Fjalakettinum þar skammt frá. Eins og áður getur spiluðum við Eggert í Nýja bíói til 1930, […] Starfið í bíóinu var að ýmsu leyti skemmtilegt. Þá urðum við að skrifa niður lengd á hverju atriði myndarinnar, athuga síðan hvers konar músík hentaði eða átti við í hverju tilfelli, og velja lög við myndina. Það dugði náttúrulega ekki að leika sama lagið, hvort heldur sýnd var kirkja eða fangelsi, ástarævintýri eða ruddalegar ryskingar og morð, fagurt sumarlandslag eða hrikalegt, úfið haf […] Meðan á sýningu stóð sátum við Eggert undir sviðinu í bíóinu og spiluðum þar. Þetta var eins konar hljómsveitargryfja. Uppi yfir okkur var op á senunni og þar var komið fyrir stórum spegli, en hann speglaði myndina á tjaldinu. Þannig gátum við fylgst með gangi myndarinnar í þessum spegli og spilað viðeigandi lög eftir atriðum myndarinnar. [...] Ingólfur Kristjánsson: Strokið um strengi, bls. 183–184. Auglýsing frá Gamla Bíói í Vísi 11. febrúar 1925. Myndin er af nótnablaði með lagi úr kvikmyndinni. Á konan að vera manni sínum undirgefin? Sjónleikur í átta spennandi þáttum… Þetta er saga um ást og ævintýri – spennandi frá upphafi til enda … á kostnað Paramontfélagsins, sem ekkert hefir til hennar sparað.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=