Dægurspor

Dægurspor 18 ÞÓRARINN GUÐMUNDSSON OG LIFANDI TÓNLIST Á SAMKOMUSTÖÐUM Að lokinni fyrri heimsstyrjöld jókst lifandi tónlistarflutningur til muna. Í Ameríku ómuðu ljúfir tónar stórsveita um salarkynni hótela, í leikhúsum og í stórum kvikmyndasölum. Kvikmyndir voru þöglar á þessum tíma. Lifandi tónlist ómaði einnig á evrópskum kaffihúsum. Þar á meðal í Reykjavík sem þá var bara lítill bær. Þórarinn Guðmundsson fæddist á Akranesi árið 1896. Hann var fyrsti Íslendingurinn sem lauk prófi í fiðluleik. Hann var einnig tónskáld, kennari, hljómsveitarstjóri, starfsmaður Ríkisútvarpsins, fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveitinni og mikill brautryðjandi í íslensku tónlistarlífi. Hann stjórnaði lifandi tónlist í beinni útsendingu á fyrstu árum Ríkisútvarpsins, útvarpshljómsveitinni svonefndu. Hann lék einnig á kaffihúsum og í kvikmyndasölum. Yfirleitt má segja, að kaffihúsabragurinn hafi verið með mesta menningarsniði. Að flestu leyti held ég, að Café Rosenberg hafi talist fremst. Þangað kom fólk af öllum stéttum, ungt og gamalt, og tíðum voru þar fín samkvæmi. Ég var með hljómsveit hjá Rosenberg um tíu ára skeið, en þar var bæði síðdegismúsik og eins á kvöldin, eftir bíótíma, en Rosenberg opnaði í Nýja bíó kjallaranum 1920 um leið og bíóið tók til starfa í húsinu. Í síðdegiskaffinu spiluðum við Eggert bróðir venjulegast tveir, en á kvöldin var lengst af fimm manna hljómsveit. Hljóðfæraskipanin var reyndar dálítið undarleg: Það voru tvær klarinettur, trompet, píanó og fiðla […] Ingólfur Kristjánsson: Strokið um strengi. Endurminningar Þórarins Guðmundssonar fiðluleikara og tónskálds bls. 182. Þú ert eftir Þórarin Guðmundsson. Ljóðið orti Gestur (Guðmundur Björnsson). Þú ert yndið mitt yngsta‘ og besta, þú ert ástarhnossið mitt nýtt. Þú ert sólrún á sigurhæðum, Þú ert sumarblómið mitt frítt. Þú ert ljósið sem lifnaðir síðast, þú ert löngunar minnar hlín, þú ert allt, sem ég áður þráði, þú ert ósk, – þú ert óskin mín. Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari. Í bókinni voru skráð 615 lög, sem gestirnir gátu beðið um að spiluð væru. Var hvert lag tölu­ sett, þannig að gestirnir þurftu ekki annað en biðja þjónana að færa okkur ákveðið númer með ósk um að við spiluðum við- komandi lag. […] Á hljómleika­ skránni var bæði klassísk og létt músík. Það voru óperuaríur, for­ leikir, marsar, valsar, ungverskir dansar, fox-trottar, mazúrkar og fleira. Einnig voru þar allmörg íslensk lög. Ingólfur Kristjánsson: Strokið um strengi, bls. 182.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=