Dægurspor
17 Gamli heimurinn Vígvöllurinn var eins og búr, þar sem maður bíður með öndina í hálsinum þess, sem verða vill. Við liggjum undir grindum sprengjuboganna og lifum í ofvæni og óvissu. Yfir höfðum okkar vofir tilviljunin. Ef skeyti kemur þjótandi, get ég beygt mig, en annað ekki. Hvorki get ég vitað, hvar það lendir, né heldur ráðið nokkru um það […] Mér er kalt á höndunum og hrollur fer um mig, enda þótt nóttin sé hlý. Þokan ein er svöl, ömurleg þokan, sem læðist að þeim, er í valnum liggja, og sýgur úr þeim síðustu líftóruna. Á morgun verða þeir bleikir að sjá og grænleitir, en blóð þeirra svart og storkið. […] Dagarnir líða og hver stund er í senn óskiljanleg og eðlileg. Áhlaup og gagnáhlaup skiptast á, og dauðu mönnunum fjölgar á holóttum völlunum milli skotgrafanna. Þá, sem særðir eru og ekki liggja mjög fjarri, getum við oftast nær sótt, en margir eru þeir, sem ekki er unnt að bjarga, og við heyrum til þeirra, er þeir eru að deyja. Erich Maria Remarque: Tíðindalaust á vesturvígsstöðvunum bls. 93–94 og 114–115. Björn Franzson íslenskaði. Það er svo annað mál, að styrjaldir flýta fyrir tækniþróun, einkum á þeim sviðum framleiðslu sem ætluð er til hernaðar. Uppruna útvarpsins má til dæmis rekja til þeirrar þróunar þráðlausra fjarskipta sem átti sér stað á dögum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Samfélagslegar afleiðingar styrjaldarinnar urðu einnig miklar. Meðan karlmenn börðust á vígvöllunum fóru konur út á vinnumarkaðinn. Þær störfuðu við iðnað, þjónustu og landbúnað. Undir lok stríðsins starfaði um milljón breskra kvenna við framleiðslu hergagna, véla og farartækja. Sama átti sér stað vestanhafs. Mörgum konum til nokkurrar undrunar veittist þeim auðvelt að taka að sér borgaraleg hlutverk karlmanna. Konur í hergagnaframleiðslu í fyrri heimstyrjöldinni 1914 - 1918.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=