Dægurspor

Dægurspor 16 ÓPERETTA Óperetta merkir „lítil ópera“, létt skemmtun fyrir vel menntaða og heimsborgaralega áhorfendur. Óperettur komu fram á sjónarsviðið í heimsborgunum París, Vín og London um miðja 19. öld. Sungið er á máli innfæddra. Auk þess er boðið upp á dansatriði, kóra og fyndin samtöl. Parísarbúinn Jacques Offenbach, sem fæddist reyndar í Þýskalandi, var fyrsti meistari óperettunnar. Orfeus í undirheimum var frumsýnd 1838. Þar getur m.a. að heyra Can Can-lagið fræga, sem flestum er kunnugt. Ævintýri Hoffmanns voru frumsýnd 1877. Margir þekkja Bátsönginn úr því verki en það gerist í Feneyjum. Sama ár og Kristján 9. kom til Íslands,1874, var Leðurblakan, óperetta valsakóngsins Jóhanns Strauss yngri, frumsýnd í Vínarborg. Þar er boðið upp á glæsilega valsa og fjöruga polka. ÁEnglandi slóguGilbert og Sullivan í gegn með Mikado (1885) og Gondoliers (1889). Þeir njóta enn vinsælda heima fyrir. Ekki síst fyrir þær sakir að samtöl og söngva úr verkum þeirra má enn nota til að gera grín að málefnum nútímans. FYRRI HEIMSSTYRJÖLDIN 1914–1918 Tíminn, sem Stefán Zweig lýsir svo vel í bókinni Veröld sem var , fallega tímabilið í Frakklandi og sambærilegir tímar annars staðar í Evrópu runnu sitt skeið á enda. Í hönd fóru miklar hörmungar. Fyrri hluti 20. aldar einkenndist af óróatímum, ofsafengnum styrjöldum, byltingum, uppreisnum og uppþotum. Iðnbyltingin hafði breytt Evrópu úr bændasamfélagi í borgarsamfélag. Daglegt líf fólks hafði breyst mikið. En afleiðingar iðnbyltingarinnar urðu fleiri og margvíslegri en nokkurn óraði fyrir. Að vísu hafði Evrópa náð miklu forskoti á aðra hluta heimsins. En valdabarátta einstakra ríkja, kapphlaup um nýlendur og vígbúnað, sem og aukin þjóðerniskennd, áttu sinn þátt í að fyrri heimsstyrjöldin braust út. Þeim hildarleik fylgdu skelfilegar hörmungar fyrir milljónir manna. Mannfall varð geigvænlegt í tilgangslitlum skotgrafarhernaði. Nefna má orrustuna í Verdun í Frakklandi. Þar börðust Þjóðverjar og Frakkar. Hvor aðili um sig missti um 350 þúsund menn fallna. Þrátt fyrir þessar mannfórnir færðist víglínan ekki fet. Franz Lehár var af austurrískum og ungverskum ættum. Þekktar eru óperettur hans Káta ekkjan (1905) og Brosandi land (1923).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=