Dægurspor

15 Gamli heimurinn Þetta er tími þriðja lýðveldisins í Frakklandi, sem þarlendir nefna einnig La Belle Époque eða fallega tímabilið. Það einkenndist af bjartsýni, friði í Evrópu, uppfinningum og framförum í vísindum. Menningin blómstraði. París varð heimaborg margra tónskálda líkt og Vín hafði áður verið. En líflegir listamenn og rithöfundar settu einnig svip á mannlífið í borginni. Sumir fetuðu ótroðnar slóðir. Þeir voru áhyggjulausir og óháðir ríkjandi viðhorfum um hegðun og framkomu. Bóhemar voru þeir kallaðir og kærðu sig kollótta um hefðbundin viðmið samfélagsins. Yfirleitt voru þeir slyppir og snauðir og líf þeirra íburðarlaust. Bæri svo við að einhver þeirra hefði eitthvert fé á milli handanna, var yfirleitt um haute boheme að ræða, þ.e. bóhema af aðalsættum. Þeir náungar urðu aldrei blankir. KÓNGAR OG DROTTNINGAR Þetta var sannkölluð gullöld fyrir marga í samanburði við hrylling fyrri heimsstyrjaldarinnar (1914–1918). Handan Ermasundsins sátu Viktoría drottning og síðar sonur hennar, Játvarður sjöundi (Edward VII.) í hásæti breska heimsveldisins.Vilhjálmur annar var keisari Þýskalands. Alexander þriðji og síðar Nikulás annar, náfrændi Vilhjálms, voru keisarar Rússa. Frans Jósef annar réði yfir austurísk-ungverska keisaradæminu. Konungur Danmerkur og Íslands var Kristján níundi, nefndur tengdafaðir Evrópu vegna þess að börn hans gengu í hjónaband með nokkrum af helstu þjóðhöfðingjum álfunnar. Alexandra giftist til að mynda Játvarði sjöunda í Englandi og Dagmar Alexander þriðja í Rússlandi. Því má svo bæta við, að Kristján 9. kom til Færeyja og Íslands árið 1874 fyrstur Danakonunga. Sunnudagur á Grande Jatte, 1884 -´86 George P. Seurat (1859 -´91) Dagmar, dóttir Kristjáns níunda kvæntist Alexander þriðja í Rúss- landi. Eftir það nefndist hún Maria Feodorovna. Sonur þeirra, Nikulás annar varð síðasti keisari Rússa. Hann var líflátinn eftir byltingu bolsevika árið 1917. Margir tónlistarmenn flúðu þá land og héldu til Þýskalands. Þar léku þeir m.a. alls kyns danslög og skemmtitónlist (sjá Weimar- lýðveldið bls. 60).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=