Dægurspor

Dægurspor 14 VERÖLD SEM VAR Varla var í nokkurri borg álfunnar jafnbrennandi áhugi á listum og í Vín, hinni fornu höfuðborg austurísk-ungverska keisaradæmisins. Þar mættust ólíkir menningarstraumar margra þjóðarbrota. Rithöfundurinn Stefán Zweig ólst upp í Vínarborg. Hann segir svo frá: […] hér hafði hið ódauðlega sjöstirni hljómlistarinnar skinið yfir heiminn, Gluck, Haydn og Mozart, Beethoven, Schubert, Brahms og Jóhann Strauss; hér höfðu allir straumar Evrópumenningarinnar mæst. Við hirðina, innan aðalsins og út á meðal alþýðunnar höfðu ýmis þjóðerni blandað blóði, þýskt, slavneskt, ítalskt, franskt og niðurlenskt […] Vegna gestrisni sinnar og nýjungagirni dró borgin að sér starfskrafta úr ýmsumáttum, hlúði að þeim[...] ósjálfrátt urðu allir íbúar þessarar borgar að alþjóðasinnum, heimsborgurum […] Hraði vélanna, bifreiðanna, símans, útvarpsins og flugvélanna hafði enn ekki haldið innreið sína í þjóðlífið. Tími og aldur höfðu annað gildi. […] Faðir minn, föðurbræður mínir og kennarar, búðarþjónarnir, spilararnir í hljómsveitunum, allir voru þeir feitir og „virðulegir“ menn um fertugt. […] Grátt hár var talið virðuleikamerki […] Til að fá á sig hinn eftirsóknarverða fullorðinsbrag gengu ungir menn í síðum, svörtum, lafafrökkum, tóku upp settlegt göngulag og söfnuðu ístru, ef mögulegt var. Veröld sem var, bls. 21, 31. Sjálfsævisaga Stefans Zweig. FALLEGA TÍMABILIÐ - LA BELLE ÉPOQUE Undir lok 19. aldar og fram yfir aldamót lögðu konur á Vesturlöndum mikið á sig til að ýkja bogadregnar línur líkama sinna. Með góðu eða illu tróðu þær sér í lífstykki (corset) sem hert var að búknum með málmi, hvalskíðum og reimum. Þetta hindraði eðlilegar hreyfingar þeirra. En sem betur fer klæddust konur þægilegri fatnaði heima við. Ávalar útlínur kvenlíkamans voru í samræmi við hugmyndir manna um fegurð á þessum árum. Art Nouveau eða Jugend-stíll var ríkjandi stefna í hönnun og listum. Þar var lögð áhersla á einfaldar, bogadregnar og ósamhverfar línur, óhlutbundin og lifandi form, sterkar andstæður og tilfinningu fyrir hreyfingu. Hin fullkomna fegurð átti að nást fram með því að blanda saman glæsimennsku og auðlegð. Sú stefna sem kennd er við Art nouveau kom fram rétt fyrir 1890. Hún var leiðandi stefna í listumog hönnun framað upphafi fyrri heimsstyrjaldar 1914. Hún gengur undir ýmsum nöfnum, t.d. Jugend í Þýskalandi. Franska nafngiftin, Art nouveau, er rakin til gallerís nokkurs í París, Maison de l’Art Nouveau sem opnaði 1895. Gömul hlið jarðlestarstöðvanna (metro) í París eru fræg dæmi um Art nouveau. Með góðu eða illu var lífstykki (corset) hert að búknum til að ýkja bogadregnar línur líkama konunnar. Skopmynd af tónskáldinu Jóhannesi Brahms á heimleið af eftirlætiskaffihúsinu sínu, Rauða broddgeltinum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=