Dægurspor

Dægurspor 10 VÍNARVALS Vínarvalsinn var sá, sem fastast skaut rótum í huga fólks. Hann er kenndur við Vínarborg, höfuðborg hins mikla austurísk-ungverska keisaradæmis, sem eitt sinn var um það bil átta sinnum stærra en Austurríki nútímans. Þar bjó ókrýndur konungur valsins, Jóhann Strauss yngri. Hann hlaut heimsfrægð fyrir valsinn An der schönen blauen Donau, Dónárvalsinn eða Dóná svo blá . Á 19. öld fór að bera meira en áður á skiptingu tónlistar í alvarlega og létta tónlist. Áheyrendum fjölgaði. Menningarelítan sat ekki lengur ein að tónlistargyðjunni. Ólíkar þjóðfélagsstéttir leituðu afþreyingar á þessu sviði og gátu greitt fyrir hana. Gróðahyggja fór vaxandi. Menn fóru að greina á milli fagurtónlistar og skemmtitónlistar. DÓNÁRVALSINN AN DER SCHÖNEN BLAUEN DONAU Dónárvalsinn, An der schönen blauen Donau eftir Johann Strauss II. er syrpa af fimm völsum sem hver og einn samanstendur af tveimur laglínum. Tónlistin er sniðin að hreyfingum dansaranna umhverfis gólfið. Einn hringur jafngildir sextán takta lotu í tónlistinni. Hver vínarvals samanstendur því af nokkrum sextán takta lotum, oftast fjórum, sem gefa tónskáldinu svigrúm til að semja nokkrar laglínur. Sú fyrsta er oftast endurtekin en aðrar endurtekningar geta verið breytilegar frá einni uppfærslu til annarrar. Tími: Kafli: Tími: Kafli: 0:00 Inngangur. Andantino. 1:12 Tempo di Valse. 1:36 Fyrsti vals, fyrri laglína (1x). 2:16 Seinni laglína (2x). 2:45 Annar vals, tvær laglínur, AABA-form. 3:15 Seinni laglína og sú fyrri endurtekin. 3:45 Þriðji vals, fyrri laglína (2x). 4:15 Seinni laglína (2x). 4:43 Dansarar „kasta mæðinni örstutta stund“. 4:48 Fjórði vals, fyrri laglína (2x). 5:24 Seinni laglína (2x). 5:51 Fimmti vals, örlítill inngangur. 6:01 Fyrri laglína (2x). 6:34 Seinni laglína (2x). 7:01 Coda. Brotum úr undanfarandi laglínum raðað saman á nýjan hátt. Nú á dögum finnst mörgum, að vínarvals sé dans drauma og ævintýra. Hann njóti sín best í íburðarmiklum danssölum, þar sem konur svífa um gólf í glæsi- legum síðkjólum undir völsum Jóhanns Strauss. En ekki er nauð- synlegt að dansa vínarvals eftir tónlist hans. Lög eins og That‘s Amore, Whatever Will Be, Will Be og Wonderful Coperhagen koma alveg eins til greina. Jóhann Strauss yngri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=