ADHD Handbók

7 að tala opinskátt og jákvætt um ADHD, sæki fræðslu og dýpki skilning sinn á röskuninni og eigi farsælt samstarf við fjölskyldur þeirra. Með því móti reynist auðveldara en ella að koma til móts við þarfir barnanna og draga úr fordómum sem víða finnast í samfélaginu. Hugmyndaríkar nálganir, þekking og leikni í að beita fjölbreyttum kennsluaðferðum eru leiðir til árangurs við kennslu nemenda með ADHD, með öðrum orðum að vera óragur við að hugsa út fyrir rammann við skipulag kennslunnar. Með skilningi og traustum stuðningi sem stuðlar að jákvæðum og uppbyggjandi samskiptum getur barn með ADHD blómstrað og náð góðum árangri í félagstengslum og námi. ADHD – orsakir, einkenni og fylgiraskanir ADHDer alþjóðleg skammstöfun fyrir „AttentionDeficitHyperactivity Disorder“ eða athyglisbrest og ofvirkni. Til eru læknisfræðilegar heimildir allt frá árinu 1902 þar sem George Still læknir í London lýsir einkennum hjá hópi barna sem sýndu ofvirkni, erfiðleika við einbeitingu og vandkvæði við að hafa viðeigandi stjórn á hegðun sinni. 3 ADHD stafar af röskun á taugaþroska sem lýsir sér með einbeitingarerfiðleikum, ofvirkni og hvatvísi. ADHD er einn algengasti Viðhorf til barna og ungmenna með ADHD hefur áhrif á hegðun og aðlögun þeirra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=