ADHD Handbók

6 kraft, viðurkenna frávik þeirra í þroska og mæta þeim þar sem þau eru stödd. Þarft er að minnast þess að börn með ADHD hafa sömu þarfir og önnur börn fyrir öryggi, ást og umhyggju. Í stefnunni um skóla án aðgreiningar og í samræmi við grunnskólalög nr. 91/2008 er gert ráð fyrir að allir nemendur fái kennslu við hæfi. Sami andi kemur fram í reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum nr. 584/2010. Þar er kveðið á um snemmtækt mat á stöðu nemenda, ráðgjöf vegna námsvanda, félagslegs og sálræns vanda og kennslu við hæfi í skóla án aðgreiningar. Sérfræðiþjónustan á að styðja við starfsemi og starfsfólk í leik- og grunnskólum og veita foreldrum stuðning með ráðgjöf og fræðslu. Í þessu riti er leitast við að dýpka skilning þeirra sem starfa með nemendum með ADHD, einkum á grunnskólastigi, og benda á leiðir til að mæta þörfum nemenda í samstarfi við foreldra og þjónustustofnanir ríkis og sveitarfélaga. Viðhorf til nemenda með ADHD Á undanförnum árum og áratugum hefur mikið verið rætt og ritað um skólastarf og velferð og heilbrigði barna og ungmenna í skólum. Þetta ætti ekki að koma á óvart þar sem börn eru í skóla á mestu mótunar- árum lífsins. Jákvætt viðhorf, skilningur samfélagsins og stuðningur starfsfólks skóla er nauðsynleg undirstaða uppeldis og náms barna með ADHD. 1 Sökum hvatvísi er börnum með ADHD hættara við að lenda í aðstæðum sem erfitt er fyrir þau að koma sér út úr. Að stinga verkefni eða prófi ofan í tösku og taka með sér heim í stað þess að skila til kennarans, að hrinda félaga ofan í drullupoll og gefa honum glóðarauga í gleðiæsingi því hann skoraði mark eru dæmi um aðstæður sem barn með ADHD getur lent í. Slík atvik geta alið af sér neikvæðar tilfinningar skólafélaganna í garð barnsins og haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd þess. Viðhorf til barna með ADHD hefur áhrif á hegðun og aðlögun þeirra bæði náms- og félagslega. 2 Mikilvægt er að starfsfólk skóla láti sig málefni þeirra varða innan og utan skólastofunnar, leggi sig fram um Á vegum ADHD samtakanna hefur verið tekið saman stutt og aðgengilegt fræðsluefni (glærur), ADHD utan kennslu- stofunnar . Efnið hentar vel sem grundvöllur að umræðum á starfsmannafundum í skólum. Það er til í mörgum skólum en einnig má nálgast það hjá ADHD samtökunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=