ADHD Handbók
50 sé ekkert að gert. Mikilvægt er því að huga vel að félagslegri stöðu barnanna og grípa til viðeigandi aðgerða ef þörf er á. Aðgerðir sem styrkja félagsfærni gagnast stórum hluta barna með frávik í þroska eða aðrar sérþarfir. Brýnt er að skapa jákvæða umræðu um ADHD í skólasamfélaginu, beina sjónum að styrkleikum barnanna og nálgast þau út frá áhugasviði þeirra með aðlöguðu námi og viðurkenningu á sérþörfum þeirra í leik og starfi. Margt af því sem ráðlagt er í þessu riti gagnast ekki aðeins við kennslu nemenda með ADHD. Einhver hluti nemenda glímir við ein- kenni ADHD án þess að uppfylla greiningarviðmið. Því má áætla að kennsluaðferðir sem skila árangri við kennslu nemenda með ADHD gagnist jafnframt við kennslu grunnskólanemenda almennt. Þakkir Eftirtöldum eru færðar þakkir fyrir ráð, spjall og yfirlestur á ýmsum stigum: Aldís Yngvadóttir, Anna Kristín Jóhannesdóttir, Björk Jónsdóttir, Björk Þórar- insdóttir, Eyrún Baldvinsdóttir, Guðmunda Ásgeirsdóttir, Gyða Hjartardóttir, Haukur Örvar Pálmason, Inga Þóra Geirlaugsdóttir, Margrét V. Pálsdóttir, Páll Magnússon, Regína Höskuldsdóttir. Hilmari Hilmarssyni er þökkuð mikilvæg leiðsögn á öllum stigum og margar og þarfar ábendingar. Fræðsluefni Hvað er ADHD? Bæklingur, útg. ADHD samtökin Stúlkur og ADHD . Bæklingur, útg. ADHD samtökin Börn með ADHD. Bæklingur, útg. ADHD samtökin Fullorðnir með ADHD. Bæklingur, útg. ADHD samtökin Ertu að tala við mig? Bæklingur, útg. ADHD samtökin Aladdín og töfrateppið – og aðrar ævintýrahugleiðslur . (Þekkt ævintýri notuð í slökunarhugleiðslur sem örva ímyndunarafl barna og hjálpa þeim að slaka á í dagsins önn.) Marneta Viegas. Þýð. Árný Ingvarsdóttir. (2012). www.betrasjalf.is Bætt hugsun, betri líðan (handbók í hugrænni atferlismeðferð fyrir börn og unglinga). P. Stallard. Þýð. Gyða Haraldsdóttir o.fl . Skrudda (2006). Félagshæfnisögur eftir Bryndísi Sumarliðadóttur. Útg. Umsjónarfélag einhverfra (2004). www.einhverfa.is
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=