ADHD Handbók

49 með ADHD. 66 Þessi foreldrahópur getur átt í erfiðleikum með að átta sig á og fara eftir leiðbeiningum fagfólks og fylgja áætlunum um að bæta hegðun og frammistöðu barna sinna þannig að þær skili tilætluð- um árangri. 67 Í slíkum tilvikum er brýnt að kennarar sýni aðstæðunum skilning, minni foreldra á fundi og bekkjarkvöld, til dæmis með sms- skilaboðum, séu í sambandi við þá bæði í gegnum síma og net og gæti þess að fjalla ekki um mörg mál samtímis. Skilaboð þurfa að vera skýr, hnitmiðuð og vafningalaus. Lokaorð Þegar grunur er um ADHD hjá barni verður ekki hjá því komist að greina vandann til þess að geta veitt barninu viðeigandi meðferð. Taugasálfræðilegir veikleikar eru ekki augljósir og ekki eins hjá öllum börnum. Þrátt fyrir að viðurkenndar greiningaraðferðir ADHD bygg- ist á mati á hegðun barnanna er birtingarform vandans öllu flóknara og kemur fram í skertri námsfærni, félagsfærni og almennri lífsleikni. Snemmtæk inngrip og viðeigandi meðferð geta mögulega fyrirbyggt að vandinn vaxi og að barnið þrói með sér alvarlega fylgikvilla, sérstaklega þegar kemur fram á unglingsár. Í skóla án aðgreiningar er kennurum ætlað að koma til móts við vaxandi fjölda nemenda með sérþarfir og því aug- ljóst að kennarastarfið er mun flóknara og meira krefjandi en oft áður. Þess vegna skiptir miklu að kennarar hafi sterkt bakland þar sem þeir geta leitað aðstoðar þegar þeir takast á við flókinn vanda nemenda. Seint verður nógsamlega undirstrikað mikil- vægi samráðs og samvinnu kennara og foreldra barna sem eiga á brattann að sækja. Slíkt samstarf léttir róðurinn og eykur á gagnkvæman skilning og samheldni. Umsjónarkennarar eru lykilmenn í því samstarfi og sérstaklega reynir á umsjónarkennara á unglingastigi í þessu efni þegar kennurum fjölgar og skóladagur nem- enda verður sundurslitnari en venja er á yngri stigum. Börn með ADHD eiga það flest sameiginlegt að félagsfærni þeirra er skert. Því er mikið um félagslega einangrun hjá þessum börnum en langvarandi félagsleg einangrun getur haft alvarlegar afleiðingar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=