ADHD Handbók
48 stoða við að leysa flókin mál sem upp kunna að koma. Þeir búa yfir þekkingu á orsökum og einkennum ADHD, þekkja meðferðarleiðir og ýmiss konar vanda sem getur þurft að fást við í daglegum samskiptum og er ef til vill einfalt að leysa. Gagnlegt getur verið að stofna til þjón- ustuteymis eða leita til lausnarteymis ef það er til staðar, sjá kaflann um þverfaglega teymisvinnu. Þegar ákveðið er að beita atferlismótandi aðferðum reynir sérstaklega á náið samstarf foreldra og kennara. Nauðsynlegt er að skilgreina stöðuna og ákveða hvaða þætti unnið skuli með; tekin er ákvörðun um aðgerðir/aðferðir, þ.e. hvernig má bæta frammistöðu, líðan og hegðun nemandans og loks hvernig árangur er metinn. 64 Æskilegt er að funda reglulega með fagfólki sem hefur það hlutverk að veita stuðning og leiðsögn í málinu. Í upphafi getur þurft að funda vikulega eða oftar til að meta árangur. Nota má ýmis hvatningarkerfi, s.s. umbunarbók, sjálfsmatsbók og skriflega samninga við börn og unglinga með ADHD, sjá kafla um kennslu nemenda með ADHD og um unglinga með ADHD hér að framan. Samspil skóla og heimilis er sérstaklega mikilvægt fyrir börn með ADHD þar eð þau eiga oft erfitt með að yfirfæra hegðun sem þau hafa lært að beita við ákveðnar aðstæður yfir á aðrar aðstæður. 65 Til að tryggja að áætlun um nám og uppeldi barnsins sé framkvæmd verða bæði kennarar og foreldrar að taka þátt í að móta hana. Foreldrar þurfa að geta fylgst reglulega með hvernig barninu vegnar í skólanum. Ýmsar leiðir eru til þess. Hægt er nýta sér til dæmis samskiptabók, skilaboð á Mentor-netsíðunni, síma eða tölvupóst. Mikilvægt er að hafa í huga að samskipti og skilaboð um barnið snúist ekki eingöngu um það sem betur má fara. Ekki er síður ástæða til að láta vita þegar vel gengur og markmið og áætlanir standast. Einnig ættu kennarar að vega og meta hvaða neikvæðu atvik þeir tilkynna foreldrum. Oft má satt kyrrt liggja og full ástæða getur verið til að hlífa þeim við smáatvikum sem kunna að eiga sér stað í dagsins rás. Neikvæðar tilkynningar um barnið hafa áhrif á líðan foreldra og geta jafnvel truflað samveru foreldra og barns þegar heim er komið. Hér gildir hið gamalkunna að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Góð regla er að tala frekar við foreldra í síma eða á fundi í stað þess að senda skrifleg skilaboð þegar væntingar standast ekki. Áætlað er að um þriðjungur foreldra barna með ADHD séu sjálfir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=