ADHD Handbók

47 • Hlíðarskóli er innan grunnskólakerfis Akureyrarbæjar fyrir nemendur með verulegan hegðunar- og aðlögunarvanda, félags- og tilfinningaleg vandamál og fjölskyldur þeirra. Hann er tímabundið úrræði sem tekur við þegar reynt hefur verið til þrautar að mæta þörfum nemandans í hverfisskóla. • Sjálfstætt starfandi sérfræðingar og fagaðilar eru t.d. barna- og unglingageðlæknar, barnalæknar, sálfræðingar, fjölskylduráðgjafar, félagsráðgjafar, geðhjúkrunarfræðingar, listmeðferðarfræðingar, sér- kennarar, iðjuþjálfar, námsráðgjafar og heyrnar- og talmeinafræðingar. • Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Fjórðungssjúkrahús Akureyrar og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Þangað er vísað alvarlegum tilfellum eftir að reynt hefur á vægari úrræði í nærþjón- ustu. Tilvísunar er þörf á öllum stöðum. • Meðferðarstofnanir á vegum Barnaverndarstofu eru meðferðarúrræði sem barnaverndarnefndir sveitarfélaga geta vísað til þegar um er að ræða alvarleg tilfelli er varða barnaverndarmál og önnur félagsleg úrræði hafa verið fullreynd. Samstarf skóla og heimilis Farsælt samstarf heimila og skóla er ríkur þáttur í að styrkja námslega og félagslega aðlögun nemanda með ADHD í skólanum enda sameiginlegt verkefni foreldra og kennara að styðja barnið í gegnum skólagönguna og undirbúa það undir lífið. Kennarar og foreldrar þurfa að standa saman að því að setja barninu raunhæf markmið sem allir eru sáttir við og framfylgja má bæði í skóla og heima. Skapist togstreita í samskiptum heimilis og skóla hefur það óhjákvæmilega áhrif á líðan barnsins og framfarir þess. Foreldrar kunna að efast um að skólinn hafi tök á að mæta þörfum barns síns og kennarar hafa ef til vill ekki alltaf nægan skilning á þeim vanda sem foreldrar geta staðið frammi fyrir heima og veldur þeim áhyggjum. Kennararnir þekkja barnið aðeins í skólanum. Komi upp ágreiningur er brýnt að bregðast skjótt við, greina vandann og leita leiða til að leysa hann; athuga þarf hvernig laga má aðstæður, bæði í skóla og á heimili, betur að þörfum barnsins með hliðsjón af ADHD einkennum þess. 63 Oft hjálpar að fá fagfólk frá sérfræðiþjónustu skólaskrifstofa eða sveitarfélaga, eða aðra fagaðila með sérþekkingu á ADHD, til að að-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=