ADHD Handbók

46 • ADHD samtökin starfa á landsvísu. Þau eru til stuðnings börnum og fullorðnum með ADHD, fjölskyldum þeirra og öllum sem tengjast einstaklingum með ADHD. Þar er unnið öflugt fræðslustarf, gefið út fræðsluefni um ADHD, fjölþætt fréttabréf og veitt ráðgjöf. ADHD sam- tökin eru að Háaleitisbraut 13, s. 5811110, www.adhd.is • Þroska- og hegðunarstöð heilsugæslunnar veitir fjölbreytta þjón- ustu til barna og foreldra vegna ADHD, greiningu, ráðgjöf, meðferð og námskeið. Þjónusta ÞHS er ætluð fyrir börn til 12 ára aldurs. Hún tilheyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. • Félags- og skólaþjónusta sveitarfélaga hefur ýmis félagsleg úrræði á sínum vegum fyrir notendur þeirrar þjónustu. Þegar málefni fjölskyldna eru til vinnslu hjá félagsþjónustu er börnum og unglingum í vissum tilvikum úthlutað persónulegum ráðgjafa eða stuðningsfjölskyldu til að styrkja félagslega stöðu þeirra eða til að létta á fjölskyldunni. Auk þess eiga allir rétt á almennri ráðgjöf, stuðningi og uppeldisráðgjöf fyrir foreldra ásamt námskeiðum bæði fyrir börn og foreldra hjá félagsþjónustu sveitarfélaga eða hjá sérfræðiþjónustu grunnskóla. Sérfræðiþjónusta grunnskóla er einnig á vegum sveitarfélaga. • Sjónarhóll ráðgjafarmiðstöð er fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir og veitir ráðgjöf þeim að kostnaðarlausu. Sjónarhóll starfar á landsvísu. • Fjölskyldumiðstöðin veitir ráðgjöf vegna unglinga og fjölskyldna í vanda. • Foreldrahús er á vegum Vímulausrar æsku. Þar eru m.a. í boði nám- skeið sem hafa nýst vel fyrir börn og unglinga með ADHD. Foreldra- hús er fyrir allt landið. • Brúarskóli er grunnskóli á vegum Reykjavíkurborgar fyrir nemendur í 4.–10. bekk með alvarlegan geðrænan eða tilfinningalegan vanda, félags- og hegðunarerfiðleika eða vanda vegna fíkniefnaneyslu og/eða afbrota. Starfsemin skiptist í kennslusvið og ráðgjafarsvið sem þjónar jafnframt almennum grunnskólum í Reykjavík.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=