ADHD Handbók
45 Gátlisti – aðgerðalisti Hvað hefur verið gert í skólanum? Hvaða frekari úrræði eru möguleg? • Hefur verið farið yfir vanda barnsins með umsjónarkennara, forráðamönnum og/eða fagfólki innan og utan skólans? • Er nauðsynlegt að stofna þverfaglegt þjónustuteymi vegna barnsins? • Er nauðsynlegt að barnið fái frekari greiningu? Hvers vegna / hvers vegna ekki? • Hefur verið gerð áætlun um aðlögun námsumhverfis og kennsluaðferða miðað við þarfir barnsins? Er nauðsynlegt að gera einstaklingsnámskrá? • Hefur verið hugað vel að staðsetningu og líðan barnsins í ólíkum kennsluaðstæðum, þ.á m. sérgreinatímum? • Hefur verið hugað að möguleikum barnsins á jákvæðum samskiptum við skólafélaga og starfsfólk? • Hefur verið hugað að félagslegri stöðu barnsins; á það vini, ef ekki, hvernig mætti bæta úr því? • Hvaða stuðning fær barn sem á erfitt með hegðun? • Hafa verið teknar ákvarðanir um samræmdar aðgerðir til að fyrirbyggja óvæntar uppákomur? • Hvaða ráðstafanir eru gerðar ef barnið ræður ekki við aðstæður utan skólastofu, þ.e. í frímínútum, matsal og á göngum? • Eru sjónrænar vísbendingar í umhverfinu til aðstoðar fyrir barnið? • Fær barnið nægilega hvatningu, endurgjöf og hrós? • Er hægt að bjóða upp á félagsfærniþjálfun ef þarf? • Eiga kennarar og starfsfólk kost á faglegri ráðgjöf og fræðslu um ADHD? • Er samstarf við foreldra, fræðsla og ráðgjöf markviss? Helstu þjónustustofnanir og þjónustuaðilar Börnum sem þurfa frekari greiningu eftir frumgreiningu ADHD er vísað til Þroska- og hegðunarstöðvar heilsugæslunnar, til sjálfstætt starfandi sérfræðinga eða á barna- og unglingageðdeildir. Hér er upptalning á helstu þjónustuaðilum sem sinna börnum með ADHD, sjá vefslóðir í viðauka.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=