ADHD Handbók

43 stuðning. Kennarar þurfa að vera vakandi fyrir úrræðum og tækifærum sem stuðla að því að félagslega einangraðir nemendur taki þátt í leikjum og viðfangsefnum með traustum og ábyrgum skólafélögum. Ýmiss konar námsefni, til dæmis í lífsleikni, hefur þann tilgang að efla og styrkja samskiptahæfni nemenda og koma í veg fyrir einelti og félagslega einangrun. Þverfagleg teymisvinna Þar sem ADHD er flókin röskun, hvert barn er með sína samsetningu af ADHD og oft með fleiri en eina fylgiröskun til viðbótar, koma gjarnan margar stofnanir og sérfræðingar að máli hvers barns. Traust samvinna þessara þjónustuaðila er því lykilatriði til að sem bestur árangur náist og þjónustan verði skilvirk. 60 Árangursrík teymisvinna Mikils er um vert að samþætta þjónustu milli opinberra stofnana sem sinna málefnum barna og unglinga með ADHD. Þverfagleg samvinna sem byggist á traustri þekkingu og gagnreyndum aðferðum skapar aukinn skilning á röskuninni og eykur líkur á árangursríkri meðferð. 61 Víða er reynt að koma á þverfaglegu þjónustuteymi þar sem það hefur gefið góða raun við að greiða götur barns eða unglings með ADHD, bæði í skóla og samskiptum við aðra í daglegu lífi. Þverfaglegt teymi hefur það verkefni að leita lausna til að koma í veg fyrir náms- og hegðunarörðugleika og félagslega árekstra og greiða úr þeim; draga úr hamlandi einkennum, bæta hegðun, líðan og félagslega aðlögun. Þá sinnir teymið oft ráðgjafarhlutverki gagnvart forráðamönnum og starfsfólki skóla og heldur utan um samræmingu aðgerða heima og í skólanum. Enn fremur fylgist það með framvindu og árangri starfsins og bregst við í samræmi við þarfir. Það getur einnig kallað á utanaðkomandi aðstoð eða leitað ráðgjafar annarra, sem ekki sitja reglulega teymisfundi, ef með þarf. 62 Þjónustuteymi eru yfirleitt stofnuð að frumkvæði starfsfólks skóla, annarra fagaðila og stundum að frumkvæði forráðamanna. Teymið samanstendur gjarnan af umsjónarkennara og einhverjum af eftirtöld- Félagsfærniþjálfun: • Góðar fyrirmyndir • Skýrar leiðbeiningar • Hlutverkaleikur • Markviss endurgjöf

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=