ADHD Handbók

42 Bestur árangur næst ef skóli og heimili ná að stilla saman strengi og vinna skipulega saman, beita sams konar umbun þegar vel gengur og sams konar viðbrögðumvið truflandi og neikvæðri hegðun. Árangursrík félagsfærniþjálfun felur í sér m.a. þætti eins og skýrar leiðbeiningar, að fyrirmyndir séu góðar, fjölbreytta hlutverkaleiki, markvissa endurgjöf, þ.e. umbun og viðbrögð og ýmsar samskiptaæfingar 58 þar sem styðjast má við félagshæfnisögur, sjá vefslóðir í viðauka. Tengsl nemanda og kennara eru oftast náin og flestir nemendur taka kennara sína til fyrirmyndar í ýmsu. Þeir hafa því umtalsverð áhrif á mótun félagslegrar hegðunar nemenda. Þeir þjálfa nemendur daglega í félagsfærni með því að styrkja jákvæða hegðun sem felst til dæmis í að deila með öðrum, skiptast á, hlusta án þess að trufla, taka þátt í umræðum án yfirgangs, hvetja og hrósa, tjá ólíkar skoðanir á málefnalegan hátt, í stuttu máli að sýna öðrum virðingu og kurteisi með framkomu sinni og hegðun. 59 Dæmi um félagsfærniþjálfun sem er í boði hérlendis er m.a. ART (Aggression Replacement Training) og Snillinganámskeið fyrir börn á aldrinum 8–10 ára hafa verið í boði á vegum Þroska- og hegðunarstöðvar heilsugæslunnar og haldin víða um landið. Vefslóðir má finna í viðauka. Námskeið í félagsfærni fela í sér m.a.: • Útskýringar á hvers vegna þörf er á að læra félagsfærni. • Umræður um hvernig styrkja má færnina með sjónrænum aðferðum svo sem með veggspjöldum og ljósmyndum. • Mismunandi félagsfærniþættir eru sýndir með hjálp brúða og með því að greina félagshæfnisögur. • Félagsfærniæfingar og leikir með endurgjöf leiðbeinanda. • Hlutverkaleikir eru notaðir endurtekið til að æfa hegðun, viðbrögð, framkomu. Umbun er veitt fyrir viðeigandi hegðun. Þegar félagsfærniþættir eru æfðir er mikilvægt að leiðbeinendur veiti markvissa leiðsögn, beini athyglinni að jákvæðri hegðun og veiti endurgjöf þegar við á. Oft getur það hjálpað félagslega einangruðum börnum ef kennari sér til þess að þau vinni verkefni með nemendum sem eru góðar fyrirmyndir og eru líklegir til að sýna umburðarlyndi og Í grunnskólum er námsgreinin lífsleikni kennd. Tilgangur hennar er að efla félagsþroska, styrkja félagsleg gildi og hegðun og skapa jákvæðan skólabrag. Í boði er ýmiss konar námsefni sem m.a. er ætlað að auka sam­ skipta- og félagsfærni, sjálfstraust og þekkingu á eigin tilfinningum, og kennarar geta notað bæði með öllum bekknum og í litlum hópum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=