ADHD Handbók

41 nána vini. Þegar saman fara ADHD og erfiðleikar í félagstengslum er meiri hætta en ella á að einstaklingur lendi í aðlögunarvanda. Þannig getur höfnun og skeytingarleysi jafnaldra haft alvarleg áhrif á hegðun og ýtt undir neikvæða þætti eins og misnotkun vímuefna, brottfall úr skóla, afbrot, námserfiðleika og kvíða o.fl . 55 Félagslegir erfiðleikar versna oft hjá nemendum með ADHD þegar komið er á unglingastig með tilkomu hormónabreytinga og aukinna námskrafna. 56 Sumir nemendur með ADHD ná þó betri tökum á samskiptum og félagstengslum með auknum þroska. Viðbrögð við skertri félagsfærni Vísbendingar eru um að skert félagsfærni tengist skertri stýrifærni heilans sem dregur úr sjálfsstjórn. Markviss þjálfun getur aukið vitund barna og unglinga um félagsfærni og haft jákvæð áhrif á hegðun þeirra heima og í skóla. Helsti ókostur félagsfærniþjálfunar felst í því að ekki er tryggt að árangur sem næst á einum stað yfirfærist á nýjar aðstæður eins og á milli skóla og heimilis. 57 Leiðir til að efla félagsfærni Styðjast má við eftirtaldar leiðir til að styrkja félagsfærni barna með ADHD og bæta samskipti þeirra við jafnaldra: • Þjálfa félagsfærni og kenna félagslegar lausnir vandamála og ágreinings með skipulegum og markvissum aðferðum. Dæmi um efni sem má styðjast við er Í sátt og samlyndi , Að vaxa úr grasi , Samvera , ART ( Agression Replacement Training ), Stig af stigi og Vinir Zippýs , sjá einnig vefslóðir í viðauka. • Kenna félagsfærni sem er þýðingarmikil í samskiptum barna, eins og reglur í íþróttum og ýmsum leikjum. • Leitast við að fyrirbyggja að bekkjarfélagar verði vitni að uppákomum þar sem barn með ADHD missir stjórn á sér. • Veita stuðning við að eignast vini, til dæmis í gegnum vinahópa. Félagsfærniþjálfun getur farið fram í ýmsu samhengi innan og utan skóla, á námskeiðum, í sumarbúðum og í litlum og stórum hópum. Bækur sem byggja á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og hjálpa börnum frá 6 ára aldri að takast á við áhyggjur og kvíða, reiði og neikvæðni. Þær innihalda líflegan texta, myndir og verkefni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=