ADHD Handbók

40 kunna að koma upp, grípa strax inn í og fyrirbyggja að vandinn vaxi. • Nauðsynlegt er að kenna nemendum sjálfsbjargarviðleitni svo að þeir geti sjálfir farið fram á aðstoð og aðbúnað sem þeir þurfa. Leggja ætti áherslu á að gera nemendur sér meðvitaða um þau einkenni sem fylgja ADHD og að þeir láti kennara vita ef þeir eiga í vandræðum eða eru illa upplagðir. • Þjálfa nemendur í ábyrgum ákvarðanatökum og að axla ábyrgð. Kennari gæti til dæmis spurt nemanda sem ekki fylgir reglum „er þetta góð eða slæm ákvörðun?“ Þessi spurning gefur nemandanum tækifæri til að gera greinarmun á æskilegri og óæskilegri hegðun og leiðrétta sjálfur hegðun sína. • Markviss kennsla í lífsleikni styrkir nemendur félags- og tilfinninga- lega. Völ er á fjölbreyttu námsefni fyrir öll stig grunnskóla. ADHD og félagsfærni Börn og unglingar með ADHD geta átt erfitt með að lesa í aðstæður og taka eftir félagslegum vísbendingum sem eru undirstaða góðra félags- tengsla. Sum eru sér ekki meðvituð um að þau geta verið hávaðasöm, stjórnsöm, tillitslaus, kröfuhörð, ósveigjanleg og særandi í tali, jafnvel árásargjörn. Sömu sögu er að segja um yfirdrifin reiðiviðbrögð sem sum sýna þegar þau fá ekki sínu framgengt. 54 Þó skal hafa í huga að þetta á alls ekki við öll börn og unglinga með ADHD. Börn með ADHD eru líklegri en samanburðarhópur til að verða fyrir höfnun af jafnöldrum auk þess sem þau eru ólíklegri til að eignast Í þessum skemmtilega bæklingi sem ætlaður er börnum og unglingum er útskýrð ástæðan fyrir hegðun og viðbrögðum sem einstaklingar með ADHD sýna og hvað er til ráða til að draga úr einkennum. ADHD – Farsæl skólaganga Námsgagnastofnun 2013 Að lærA AF mistökum Hvernig nota égmistök til að læra af þeim? mistökin sem ég gerði: __________________________________________________ ____________________________________________________________ Þau komu sér illa fyrir… ________________________________________________ ____________________________________________________________ Égætla bæta fyrir þaumeð því að… _____________________________________ ____________________________________________________________ Af þessummistökum hef ég lært að… ___________________________________ ____________________________________________________________ Dagsetning: ___________________ ___________________________________________________ Undirskrift sjálfsmat 8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=