ADHD Handbók

39 og kenna þeim valkosti til að takast á við þau, svo sem að tala um reiðina, anda djúpt og telja upp að tíu, taka sér hlé til að róa sig, tala við vin o.s.frv. • Mikilvægt er að grípa inn í þegar og þar sem tiltekin hegðun á sér stað, þ.e. að veita stuðning nákvæmlega þegar nemandinn er að þjálfa færnina. Að segja nemanda að muna eftir heimaverkefni eða refsa honum fyrir að gleyma að vinna heimaverkefni er ekki árangurs- rík leið til að breyta hegðun. Betra er að hafa fast fyrirkomulag á því að kennari, stuðningsfulltrúi eða vinur hitti nemandann í byrjun og lok skóladags til að fara yfir hvað á að læra heima og kanna hvort nemandinn er með réttu bækurnar og annað skóladót. • Erfiðara hefur reynst að beita hvatningaraðferðum á unglingastigi en yngri stigum, meðal annars vegna þess að ekki er auðvelt að finna nægilega eftirsóknarverða umbun. Stundum má nota hópumbun, t.d. þegar allur bekkurinn hefur lokið heimaverkefni á áætluðum tíma fá allir að gera eitthvað skemmtilegt saman. • Árangursríkt getur verið að kennari, nemandi og foreldri geri með sér samning um tiltekin vandamál , hvernig eigi að bregðast við þeim og vinna að því að leysa þau. Samningur sem snýst um að breyta hegðun er þó ekki trygging fyrir því að vandamálið leysist. Nemendur með ADHD eiga oft í erfiðleikum með að fylgja eftir gerðum samningi og þurfa markvissan stuðning til að standa við hann. Því þarf að koma skýrt fram hvaða stuðning kennari eða foreldrar ætla veita nemand- anum. Gæta þarf þess að samningurinn sé raunhæfur þannig að nemandinn hafi möguleika á að fylgja honum eftir. • Sjálfsmat getur hentað mjög vel fyrir unglinga, þá eru tiltekin atriði sem nemandi, foreldrar og kennarar eru sammála um að þurfi að taka á skoðuð og metin. Þessi atriði geta snúið að hegðun, ástundun, námi eða öðru. Nemandinn merkir sjálfur daglega í t.d. sjálfsmatsbók hvernig hann metur frammistöðu sína í hverjum tíma og kennari skrifar undir. Ef ákveðið er að umbun fylgi jákvæðri frammistöðu þarf hún að vera eftirsóknarverð fyrir nemandann. • Nemendur sem fá tvo til þrjá valkosti leggja sig oft betur fram og sýna meiri áhuga og vinnusemi en ella, þeir einbeita sér betur og eru yfirvegaðri. Varast ber að rugla nemendur í ríminu með of mörgum valkostum. Oft þarf að veita þeim stuðning við að velja námsaðferðir, valfög o.fl . • Sjálfsagt er að hafa unglinga með ADHD með í ráðum þegar nám þeirra, einstaklingsnámskrá eða próftaka er skipulögð. • Aðstoð námsráðgjafa eða annars fagaðila er æskileg til að fylgjast með og hjálpa nemanda með ADHD að takast á við yfirfærslu frá miðstigi yfir á unglingastig. Með því móti má greina vandamál sem ADHD – Farsæl skólaganga Námsgagnastofnun 2013 SAmNiNgur* Nemandi – foreldri Nafn: __________________________________________________________________ gildir frá ________________ til ________________ markmiðmín eru að… ____________________________________________________________ ____________________________________________________________ ____________________________________________________________ Til þess að ná þessummarkmiðum þarf ég að… ____________________________________________________________ ____________________________________________________________ ____________________________________________________________ Fjölskyldanmínætlar að hjálpamér og hefur ákveðið að… ____________________________________________________________ ____________________________________________________________ ____________________________________________________________ _________________________________ _________________________________ Undirskriftnemanda Undirskriftforeldra *Gerðurísamvinnuviðnemandaogforeldra,t.d.íforeldraviðtali.Nemandigeturþurftaðstoðviðaðskrá. markmið ADHD – Farsæl skólaganga Námsgagnastofnun 2013 HvAð vil ég bætA? égætla að 1._______________________________________________________ 2._______________________________________________________ Hvernig gengurmér? Ekki nógu vel! Á réttri leið! tókst! 1. dagur ⎕ ⎕ ⎕ 2. dagur ⎕ ⎕ ⎕ 3. dagur ⎕ ⎕ ⎕ 4. dagur ⎕ ⎕ ⎕ 5. dagur ⎕ ⎕ ⎕ Skrifaðu það sem þúætlar að bæta næst. ___________________________________________________________ ___________________________________________________________ ___________________________________________________________ ___________________________________________________ Undirskrift Skrifaðuhérþað semþúviltbæta, baraeitteðatvöatriði. Halló! Markmið 2 9

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=