ADHD Handbók
38 Kennsla unglinga með ADHD – nokkur ráð Hér að framan hefur verið bent á ýmis lykilatriði sem snerta nám og kennslu barna með ADHD. Flest af því sem þar kemur fram gildir jafnframt um unglinga. Ástæða er þó til að huga sérstaklega að ákveðnum atriðum þegar nemendur eru komnir á unglingsár. Þótt þeir hafi vissulega þroskast og elst eru þeir jafnframt að ganga í gegnum breytingaskeið sem hefur mismunandi áhrif á hvern og einn. Eftir- farandi atriði er gagnlegt að hafa í huga varðandi unglinga: • Lestur – lesskilningur . Skoða bók vel áður en lestur hefst. „Hvað veit ég um efnið?“ Við lestur er áhersla á að greina aðalatriði og velta fyrir sér spurningum eins og hver, hvað, hvar, hvenær, hvers vegna ? Gagnlegt getur verið að gera skýringarmyndir eða hugarkort, nota má til þess gerð forrit, sjá viðauka. Eftir lestur er mikilvægt að rifja upp það sem lesið var. • Á unglingastiginu er ekki síður ástæða til en á yngri stigum að hafa tvö sett af bókum , heima og í skóla, og kaupa inn nóg af öðrum skólagögnum sem vilja gleymast og týnast. • Fræðsla um ADHD getur hjálpað unglingum með ADHD til að átta sig á hvaða áhrif einkennin geta haft á þá náms- og félagslega. Traust fræðsla styrkir gjarnan sjálfsmynd þeirra og unglingar sem njóta hennar eru líklegri en aðrir til að búa yfir nauðsynlegri færni til sjálfsbjargar. Fræðsla getur einnig komið í veg fyrir að unglingurinn trúi að vandi hans stafi af eigin heimsku, leti eða af því að hann leggi ekki nógu hart að sér. 53 • Æskilegt er að fræðsla sé almenn og sett fram í þriðju persónu , varast þarf gagnrýni og alhæfingar. Dæmi um framsetningu gæti verið: „Mörgum nemendum með ADHD hættir til að gleyma að vinna heimaverkefni. Gæti það átt við um þig? Ef til vill getum við hjálpað þér með það. Hvað heldur þú að geti hjálpað þér?“ Koma síðan með nokkrar tillögur. • Mikilvægt er að nota „ég-skilaboð“ í stað „ þú-skilaboða “ sem hafa gjarnan neikvæðan tón og eru ásakandi. Til dæmis „Þú fylgist ekki nógu vel með. Þú hefur ekki gert heimaverkefni í marga daga.“ Þess í stað má segja: „Ég hef áhyggjur af því að þú hefur ekki skilað heima- verkefnum. Ég veit að þú vilt standa þig vel. Hvað getum við gert til að hjálpa þér að ljúka heimaverkefnum á tilskildum tíma?“ Ef nemandinn hefur ekki hugmyndir sjálfur má koma með tillögur. • Umfjöllun um reiðina getur hjálpað unglingum með ADHD að átta sig á hver kveikjan er að reiðiköstum þeirra (ef þau eru fyrir hendi) Á vefnum Námstækni og í kverinu Náðu tökum á náminu er bent á gagnleg lestrarráð og ýmis atriði sem auðvelda nemendum að skipuleggja námið. Í lífsleikninámsefninu Ertu? og Í sátt og samlyndi er m.a. fjallað um tilfinningar eins og reiði, samskipti, ég-boð, innsæi, ábyrgð o.fl .
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=