ADHD Handbók

37 drengjanna. Stúlkur með ADHD eru því ólíklegri til að vekja á sér athygli. Vandi þeirra er þó engu síður alvarlegur. Þær greinast frekar með kvíða og þunglyndi en geta jafnframt verið með undirliggj- andi ADHD. Þar af leiðandi sýna þær ef til vill ýkt eða deyfð tilfinningaviðbrögð, á unglingsaldri geta einnig bæst við skapsveiflur sem fylgja hormónabreytingum. Oft er ætlast til að stúlkur, fremur en drengir, hagi sér í samræmi við væntingar umhverfisins, sýni hlýðni, hafi sjálfsaga, haldi sig til hlés, séu snyrtilega klæddar og sýni tillitssemi gagnvart öðrum. Vísbendingar eru um neikvæðari viðhorf gagnvart óæskilegri hegðun hjá stúlkum en hjá drengjum. Þar sem stúlkur með ADHD geta átt í erfiðleikum með að standa undir þessum kröfum er hætt við að þær ásaki sjálfar sig og að endurteknar sjálfsásakanir komi niður á sjálfstrausti þeirra og sjálfsmynd. 48 Áhrif svefns á frammistöðu í skóla Unglingar þurfa að jafnaði meiri svefn en nokkur annar aldurshópur eða rúmlega níu klukkutíma á nóttu. 49 Engu að síður hafa þeir tilhneig- ingu til að vera lengi að festa svefn og geta þar af leiðandi átt í erfið- leikum með að vakna tímanlega til að mæta í skóla. Augljóslega hefur það áhrif á skap og einbeitingu unglinga ef þeir sofa ekki nóg. Um helmingur unglinga með ADHD glímir við svefntruflanir eða erfiðleika við að sofna og vakna. 50 Ekki er tryggt að barni eða ung- lingi með ADHD takist að sofna þótt farið sé tímanlega í háttinn því hugurinn getur verið á fleygiferð. Auk þess eiga unglingar með ADHD oft í erfiðleikum með að ná værum svefni, margir vakna þreyttir þrátt fyrir fullan svefn. Sumir skólar í Bandaríkjunum og í Danmörku hafa lagað stundatöflur að svefnvanda nemenda og leyft þeim að mæta allt að tveim kennslustundum seinna en aðrir og lengja skóladaginn í hinn endann. 51 Ýmsar vísbendingar eru um að minnisúrvinnsla mikilvægra upplýsinga eigi sér stað í svefni. Skortur á svefni skerðir minni og einbeitingu, svo augljóslega þarf að finna leiðir til að leysa svefnvandamál barna og unglinga með ADHD. 52 Fjallað er um leiðir til að taka á svefntruflunum í fréttabréfi ADHD samtakanna, 1. tbl. 2011.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=