ADHD Handbók
34 • Umsagnir í Mentor eða í samskiptabók. Mikilvægt er að hafa í huga að umsagnir taki bæði til jákvæðra þátta og þess sem þarf að bæta. • Sjálfsmat. Nemandi metur sjálfur ástundun eftir hvern tíma, í byrjun með aðstoð kennara. Nauðsynlegt getur verið að veita umbun oftar, jafnvel samstundis eftir hvert leyst verkefni eða rétta hegðun, en mörg börn með ADHD eiga erfitt með að tengja umbun við athöfn ef hún er liðin, upplifun þeirra snýst um „hér og nú“. • Margir skólar hafa innleitt uppeldis- og hegðunarmótunaraðferðir eða áætlanir eins og SMTskólafærni (School Management Training), PMTforeldrafærni (Parent Management Training), PBS (Positive Behavior Support), SOS–Hjálp fyrir foreldra og Uppeldi til ábyrgðar. Nánari upplýsingar um þessar aðferðir er að finna á vefsíðum, sjá slóðir í viðauka. Unglingar með ADHD Margir nemendur með ADHD ráða vel við námslegar kröfur sem gerðar eru til þeirra í 1.–7. bekk. Á þessum árum halda umsjónarkenn- arar ásamt foreldrum yfirleitt vel utan um nemandann, fylgjast með honum og styðja við hann. Öryggisnetið er oftast allþétt og traust. Á unglingastiginu stækka möskvarnir, rammar gliðna og ætlast er til að nemendur taki sjálfir aukna ábyrgð á náminu. Breyttar námsaðstæður geta reynst mörgum nemendum með ADHD erfiður hjalli og hætta Nafn: _____________________________________ __________ dagur Það sem ég ætla að gera: Heimakrókur Útikennsla Heimastofa Ég ætla að hlusta á kennarann. Ég ætla að vanda orðbragð mitt. Einfalt hegðunarkort fyrir yngstu nemendurna. Lotur geta verið mislangar. Ef vel gengur fær nemandi t.d. stjörnu. Sjá fleiri sýnishorn á blaðsíðu 63. Ari Mánu do2Learn ADHD – Farsæl skólaganga Námsgagnastofnun 2013 YFirlit YFir DAgiNN* ________________________ skoðarmeð _________________________ eftir hverja lotu. Kennari nemandi Dagsetning: _____________ Markmið –> Klst./mín. Situr í sætinu. Vinnur verkefnin. Fer eftir fyrirmælum. + - + - + - + - + - + - + - + - + - + - + - + - Samtals : * Setja hring utan um viðeigandi tákn. Hegðunarmat 10
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=