ADHD Handbók

33 orðinna eða hlátur skólafélaga þegar hann brýtur reglur eða er vísað út úr kennslustund. Með margvíslegum hvatningarkerfum er hægt að veita viðurkenn- ingu eða umbun samstundis, ýmist til einstakra nemenda, nemenda- hópa eða heilla bekkja. Hugmyndin með hvatningarkerfum er að með viðeigandi hegðun eða frammistöðu ávinni nemendur sér réttindi eða annað sem þeim þykir eftirsóknarvert. Ef þessi leið er valin verða kröf- ur að vera raunsæjar, sanngjarnar og viðráðanlegar fyrir þá sem í hlut eiga. Stundum getur hentað að gera skriflegan samning á milli kennara, nemanda og foreldra um hegðun sem á að bæta, hvernig fylgst verður með framförum og hvaða umbun er í boði. Æskilegt er að samvinna sé á milli heimilis og skóla um þá umbun sem er gefin. Endurgjöf þarf að vera jákvæð og uppbyggileg og hrós ávallt í fyrirrúmi. Þegar at- hyglin beinist að öllum bekknum er æskilegt að nemendur taki þátt í að ákveða hvaða ávinningur eða réttindi fylgja bættri hegðun og geta gert skólagönguna skemmtilegri. Ýmsar leiðir eru svo færar til að fylgjast með hvernig miðar í rétta átt. • Hópur eða lið fær stig sem gefin eru fyrir tiltekna hegðun eins og ástundun, samvinnu, hversu vel gengur að koma sér að verki og skipta um viðfangsefni. • Baunir í krukku. Venjulega notað fyrir yngri bekki og fer þannig fram að þegar kennari sér að allir vinna vel setur hann baun í krukku og þegar kominn er tiltekinn fjöldi bauna í krukkuna fær bekkurinn umbun. Ýmsar leiðir geta virkað sem hegðunarmótandi hvatningarkerfi fyrir einstaka nemendur. Hér eru nefnd nokkur dæmi: • Hegðunarkort. Útbúa má kort þar sem merkt er við þegar hegðun er í samræmi við ákveðin viðmið. Þegar kortlagningu lýkur og í ljós kemur að samræmi er á milli markmiða og hegðunar fær nemandinn umbun. • Valin eru hegðunaratriði sem þarf að bæta, ekki of mörg. Æskileg hegðun er skilgreind og kortinu er skipt eftir kennslugreinum, tíma- bilum yfir daginn eða eftir svæðum í skólanum. Kennari fylgist með og merkir inn á kortið. Umbun er veitt í lok hverrar kennslustundar, í lok skóladags eða vikulega eftir því hvað við á. Ýmis gögn eru til þess fallin að hjálpa nemendum til að átta sig á hegðun sinni og tjá sig um tilfinningar, hugsanir og upplifanir. Í CAT-kass- anum eru sjónræn gögn sem þróuð hafa verið í þessum tilgangi. Þar á meðal eru tímatöflur, skipulagstöflur, hegðunarspjald, andlit sem sýna mismunandi tilfinningar o.fl . Nánari upplýsingar á CA T-kit.com . ADHD – Farsæl skólaganga Námsgagnastofnun 2013 SAmNiNgur* Nemandi – foreldri – kennari Nafn: __________________________________________________________________ gildir frá ________________ til ________________ markmiðmín eru að… ____________________________________________________________ ____________________________________________________________ ____________________________________________________________ Til þess að ná þessummarkmiðum þarf ég að… ____________________________________________________________ ____________________________________________________________ ____________________________________________________________ Til þess að hjálpamérætlar • mammaað_____________________________________________ • pabbiað_______________________________________________ • kennarinnminnað_______________________________________ _________________________________ Undirskriftnemanda _________________________________ _________________________________ Undirskriftforeldra Undirskriftkennara *Gerðurísamvinnuviðnemandaogforeldra,t.d.íforeldraviðtali.Nemandigeturþurftaðstoðviðaðskrá. markmið 1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=