ADHD Handbók
32 • Hafa sýnilega dagskrá/stundatöflu sem reglulega er minnt á og vísa má til. Láta vita af breytingum með hæfilegum fyrirvara. • Hafa fáar en skýrar reglur um æskilega hegðun og hegðunarviðmið. Gera barninu ljóst hvað það getur haft í för með sér ef ekki er farið eftir þeim. • Búa til veggspjöld með setningum eða myndum sem sýna æskilega hegðun, t.d. stundvísi og kurteisi. • Áminna vinsamlega ef vart verður við óæskilega hegðun við skimun yfir bekkinn. • Beina athygli nemanda að viðfangsefni sínu og halda honum að verki með því að nota rólega og ákveðna rödd, snerta öxl hans og líta reglulega til hans. • Leyfa barni með ADHD að krassa í tíma, handfjatla lítinn hlut svo sem strokleður, stressbolta (hveiti í lítilli blöðru) eða teygju til að losa um óeirð og spennu. • Ræða málin, sýna eða nota hlutverkaleiki til að kenna æskilega hegðun. • Veita viðurkenningar fyrir góð vinnubrögð, eftirsóknarverða hegðun eða félagslega frammistöðu. • Beina athygli að nemanda þegar hann sýnir jákvæða hegðun. Hrósa markvisst og tilgreina nákvæmlega fyrir hvaða hegðun er verið að hrósa. • Taka tafarlaust á óæskilegri hegðun, skýrt og ákveðið. Stundum getur þó verið rétt að leiða hjá sér minniháttar hegðunarfrávik. • Nota sérstakan passa/hléspjald þegar nemandi hefur ekki meira úthald og hefur gott af að skipta um umhverfi samkvæmt fyrirfram- gerðu samkomulagi. • Senda nemanda í sendiferð á skrifstofu eða bókasafn ef eirðarleysi er orðið áberandi. • Minna barnið á þegar eitthvað stendur til, svo sem afmæli, bekkjarkvöld o.s.frv. Hleypa nemanda fyrr út í frímínútur og fyrr eða síðar inn úr frí- mínútum. Þetta á einnig við um sérgreinatíma. • Undirbúa nemanda sérstaklega þegar breytingar eru á dagskrá eins og um hátíðir, þegar fara á saman á sal, í vettvangsferðir eða skólaferðalög. • Stuðla að því að nemandi komist á námskeið í félagsfærni, reiðistjórn- un, slökun eða kvíða ef ástæða er til. Kennarar þurfa að vera sér meðvitaðir um að viðbrögð við óæskilegri hegðun geta stundum orðið til að styrkja hegðunina og festa hana í sessi. Þetta á til dæmis við ef nemandi uppsker of mikla athygli full- ADHD – Farsæl skólaganga Námsgagnastofnun 2013 ✂ Markmið/áætlun Markmið/áætlun _____________ ra ________________ ________________ ________________ ________________ ______ _______ ldra SAMkoMulAg* Nemandi – kennari Samningur ámilli : ______________________ og ______________________ nafn nemanda nafn kennara Tímabilið : ________________________ Það sem égætla að gera… 1._________________________________________________________________ 2._________________________________________________________________ Það sem kennarinnminnætlar að gera… 1. _________________________________________________________________ 2._________________________________________________________________ Viðætlum að hittast aftur og fara yfir áætlunina: _________ _______________________ _______________________ Undirskrift nemanda Undirskrift foreldra *Nemandi getur þurft hjálp við að skrá. 6
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=