ADHD Handbók
30 að fagmennsku sinni og forðast að taka framkomu og athugasemdir nemenda persónulega. Ástæðulaust er þó að draga dul á að persónu- legir þættir geta vegið þungt í samskiptum kennara og nemenda. Góð bekkjarstjórnun helst í hendur við góða kennsluhætti. Kennsl- an þarf að vekja áhuga nemenda, þeir þurfa að geta tengt sig við við- fangsefnin og sjá tilgang í þeim. Enn fremur er mikilvægt að nemendur hafi yfirsýn yfir verkefnin og viti ávallt hvað á að gerast næst. Við ákveðnar aðstæður geta líkur á óæskilegri hegðun nemenda aukist. Þetta getur tengst vissum stöðum eða tíma dagsins, sérstökum viðfangsefnum eða persónum, þ.á m. skólafélögum, og er að sjálfsögðu einstaklingsbundið. Börnum með ADHD reynist oft erfitt að takast á við breytingar og kringumstæður þar sem hlutirnir eru ekki í föstum skorðum eða undir stjórn fullorðinna. Sem dæmi má nefna frímínútur, máltíðir í matsal, aðstæður í búningsherbergjum og á salernum og í vissum sérgreinatímum. Mikilvægt er að fylgjast með líðan og hegðun nemenda við slíkar aðstæður og freista þess að fyrirbyggja óæskilega hegðun ef hætta er á að hún geti komið upp. Enn fremur þarf að vera vel vakandi ef nemandi sýnir merki um uppnám, vanmátt, reiði, pirring eða er við það að missa stjórn á sér og grípa þá inn í samstundis. Ávallt skal hafa hugfast að aðgreina nemandann frá hegðuninni og muna að það er hegðunin sem er erfið, dæmi um leiðsögn væri að segja: nú ertu ekki að sýna góða hegðun, í stað þess að segja mikið ertu erfið(ur). Kringumstæður og atriði sem geta kallað á óæskilega hegðun: • Umhverfi eða aðstæður sem nemanda þykja óþægilegar. Mikill hávaði, gangar, matsalur, leikvöllur, búningsklefar eða aðrir staðir þar sem skortur er á umgjörð, skýrum ramma eða stjórnun. Viðfangs- efni, viðburðir eða tilteknar námsgreinar. Ákveðið vinnulag eins og hópumræður, samvinnuverkefni þar sem margir þurfa að deila sömu námsgögnum, löng verkefni eða verkefni sem nemandinn ræður illa við. Fyrirvaralausar breytingar. • Líkamleg vanlíðan eins og svefnleysi, þreyta eða svengd. • Kröfur um tiltekna frammistöðu eða færni eins og að tala fyrir framan bekkinn, sitja kyrr í sæti sínu, lesa upphátt, bíða eftir að röðin komi að sér o.s.frv.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=