ADHD Handbók

29 Námsmat Huga þarf sérstaklega að því að nemendum með ADHD séu sköpuð kjörskilyrði til að sýna fram á þekkingu sína þegar námsmat eins og próf er á döfinni. Nauðsynlegt er að huga vel að eftirtöldum atriðum: • Kenna próftækn i og gefa nemendum, sem þess þurfa vegna takmarkaðs úthalds, kost á að taka próf í lotum með hvíld á milli, jafnvel að skipta próftöku á milli daga. Sumum nemendum með ADHD dugar að fá lengdan próftíma. • Reynst getur hjálplegt að skipta námsefni í fleiri smápróf . • Gefa kost á munnlegum prófum eða „ritara“ í prófi og tölvuútskriftum. • Hjálpað getur að lesa spurningar með eða fyrir nemanda til að fyrirbyggja misskilning. • Krossapróf og eyðufyllingarpróf geta hentað nemendum með ADHD betur en opnar spurningar. • Láta námsmat fremur byggjast á verkefnavinnu en skriflegum prófum. Þetta á einkum við námsgreinar eins og samfélagsfræði, náttúrufræði, sögu, bókmenntir o.fl . Skert vinnsluminni veldur því að nemendur með ADHD eiga erfitt með að leggja á minnið aðalatriði í lesnum texta. Með þessu móti má koma í veg fyrir prófkvíða. • Hvetja nemendur með ADHD til að nota krassblöð við próftöku þar eð krass og krot getur losað um spennu. • Hægt er að koma til móts við nemendur með ADHD með því að gefa þeim kost á að endurtaka próf í greinum sem þeir eru mjög slakir í. Sama á við þegar nemendur skila verkefnum of seint. Þá þarf að hugleiða hvort rétt sé að gefa þeim færi á að bæta fyrir það með einhverjum hætti. Stuðningur við hegðun og atferlismótun Lykillinn að góðri bekkjarstjórnun felst í að ná jákvæðu og vingjarnlegu sambandi við nemendur. Sýni kennarar börnum með ADHD skilning, festu, samkennd og þolinmæði er líklegt að góður árangur náist. Kennari þarf ávallt að vera sér meðvitaður um að hann er fyrirmynd barnsins. Börn leggja venjulega hart að sér og sýna samstarfsvilja til að geðjast þeim sem þeim líkar við, treysta og virða. Þótt lögð sé áhersla á persónuleg tengsl nemenda og kennara verða kennarar ávallt að gæta

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=