ADHD Handbók

28 Námstækni – nokkur góð ráð • Þjálfa vinnsluminni , t.d. með því að tengja saman orð og myndir, með sjónrænum stikkorðum, spilum og tölvuleikjum, sjá vefslóðir á bls. 52. • Kenna minnistækni til að auðvelda nemanda að muna og rifja upp námsefni. Tengja nýjar upplýsingar við fyrri þekkingu, sjá vefslóðir á bls. 52 og 53. • Kenna skipulagningu og benda á gögn sem gagnast í því skyni eins og að nota lausblaðamöppur, minnisbók, áherslupenna, tölvur, farsíma o.fl. • Kenna námstækni , svo sem að skrifa á spássíu, strika undir eða gera hring um lykilatriði, nota mismunandi liti til að greina atriði (nöfn, staðarheiti, ártöl), glósa (t.d. skipta blaði í tvennt og hafa aðalatriði vinstra megin og útskýringar hægra megin), skammstafa. • Leyfa fjölbreytni í verkefnaskilum , að skila munnlega eða verklega, skila hljóðupptökum svo eitthvað sé nefnt. Nemendum með ADHD hættir til að týna verkefnum og því getur verið gott að eiga þau vistuð á tölvu. • Nota hjálpargögn sem auðvelda nemanda að muna, svo sem margföldunartöflur, orðalista, hugtakakort og límmiða til að skrifa á hugmyndir áður en þær gleymast. • Kenna sjálfshjálparleið í þrepum sem felst í því að áætla, forgangs- raða, tímasetja og fylgja síðan áætluninni. Gott er að gera tímalínu og tímasetja hvern áfanga fram að lokaskiladegi. Vikan: ______ Verkefni: Enska: bls. 10–15, stærðfræði: bls. 8–12, íslenska: Sögur og verkefni Áætlun 1. dagur Lokið 2. dagur Lokið 3. dagur Lokið 4. dagur Lokið 5. dagur Lokið Enska 10–11 kl. 17-18 Enska 12 kl. 17–17.30 Enska 13 og 14 kl. 16–16.45 Íslenska Saga A kl. 17–17.45 Íslenska Saga B og verkefni kl. 17–17.45 Stærðfræði bls. 8–9 kl. 17:45– 18:30 Stærðfræði bls. 10 og 11 kl. 17–17:30 Stærðfræði bls. 12 kl. 18–18:30 Enska Verkefni 15 kl. 18–18:30 Dæmi um þrepaskipta áætlun. Oft er auðveldara fyrir nemendur að takast á við heimavinnu ef henni er skipt í lotur. ADHD – Farsæl skólaganga Námsgagnastofnun 2013 HeimAviNNA – áætluN Nafn: __________________________________________ Dagetning: _________________ tími sem égætla að nota í heimavinnuna: _____________________ lota 1 Það sem égætla að gera: _____________________________________________ ___________________________________________________________________ 5mínútna hlé! Þáætla ég að ______________________________ lota 2 Það sem égætla að gera _________________________________________________ ______________________________________________________________________ 5mínútna hlé! Þáætla ég að ______________________________ lota 3 Það sem égætla að gera _______________________________________________ _____________________________________________________________________ 5mínútna hlé! Þáætla ég að ______________________________ Þegar ég hef lokið öllummarkmiðummínumætla ég að _________________________________________________ _________________________________________________ ? 4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=