ADHD Handbók

26 Slík tímastjórnun á einkum við verkefni sem vinna á yfir tiltekinn tíma en hentar einnig við vinnu í kennslustund, einkum fyrir yngstu nemendurna. • Hafa verkefnablöð skýrt uppsett , lífleg og myndræn. Verkefni með eyðufyllingum og krossaspurningum henta vel mörgum nemendum. Leitast við að draga úr skriftarkröfum með því að fækka opnum spurn- ingum. Ef svara á spurningum er æskilegt að hafa pláss fyrir svör á sama blaði. • Stroka ekki of fljótt út skrifleg fyrirmæli á töflu heldur leyfa þeim að standa. • Gæta þess að markmið hópverkefna sé skýrt, orðalag ljóst og að nemendur fái tíma til að hugsa sig um og ráðfæra sig við sessunaut áður en hópumræður fara í gang. • Skrá heimanám í Mentor til að auðvelda foreldrum að fylgjast með. Kynna fyrir foreldrum kennsluáætlun, námsleiðarvísa og upplýsingar um langtímaverkefni, skiladaga verkefna og prófdaga í byrjun annar. Nauðsynlegt getur verið að endurtaka eða minna á á miðri önn. • Í vissum tilvikum getur hjálpað að hafa tvö sett af kennslubókum , annað í skólanum og hitt heima þar sem börnum með ADHD hættir til að gleyma og týna skóladótinu sínu. Jafnframt má benda foreldrum á að gott er að eiga líka nóg af skriffærum. • Reynst getur vel að barnið fái stuðning við heimavinnu í skólanum , sérstaklega ef foreldrar eiga erfitt með að aðstoða barnið við heimanám. • Gæta þess að börnin fái að njóta sinna sterku hliða , fela þeim hlut- verk eins og að leiðbeina sér yngri nemendum, séu þau sérstaklega góð í einhverju, eða taka að sér verkefni sem þau ráða við, t.d. að hjálpa húsverðinum, kennaranum o.s.frv. Slík verkefni geta bæði veitt gleði og styrkt sjálfsmyndina. Byrjun kennslustundar • Hljóðmerki gefið um að kennslu- stundin sé byrjuð. • Viðfangsefni skráð á töflu. • Skýrt frá hvað á að gera, hvaða gögn á að nota og hverju á að skila. • Augnsambandi náð við nemanda með ADHD. Kennslustundin • Áhersla á skýr fyrirmæli og sjónrænar leiðbeiningar. • Nem. fær að vinna í lotum með stuttum hléum. • Merki eins og snerting á öxl, gulur miði á borðið, til að halda nem. að verki. • Nem. fær e-ð til að handfjatla, t.d. lítinn svampbolta, til að losa um spennu. • Nem. ekki látinn leysa flókin verkefni fyrir framan aðra. Lok kennslustundar • Farið yfir helstu atriðin. • Ef sett er fyrir verkefni eru a.m.k. tveir nemendur beðnir að endurtaka hvað á að gera og loks bekkurinn í kór. Líka skrifað á töflu. • Skýrt tekið fram hvað á að fara með heim. Dæmi um skipulag kennslustundar sem tekur mið af þörfum nemenda með ADHD.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=