ADHD Handbók

25 barninu að hefja vinnu þar sem það getur átt erfitt með að koma sér að verki. • Leggja áherslu á lykilatriði , fyrir suma getur verið nauðsynlegt að ítreka og segja jafnvel beint: Þetta er mikilvægt, skrifaðu þetta niður, reyndu að muna þetta. • Fá nemanda til að endurtaka fyrirmæli , ræða þau við bekkjarfélaga eða beita öðrum leiðum til að hnykkja á þeim og festa áður en byrjað er á úrvinnslu verkefna. • Hafa verkefni afmörkuð, stutt og viðráðanleg svo að nemandi hafi góða yfirsýn yfir hvað á að gera og geti lokið verkefnunum. Það auðveldar einnig kennara að veita endurgjöf og hrós sem er þýðingarmikið. Þegar hrósað er skiptir máli að nemandi viti fyrir hvað er verið að hrósa. • Stundum getur verið hjálplegt að taka námsbækur í sundur og búta í nokkra hluta til að auðvelda nemendum að sjá fyrir endann á verkefnum hverju sinni og draga úr kvíða. Einnig að búta niður verk- efni, t.d. að hafa fjögur dæmi á blaði í stað tíu dæma. • Setja áætlaðan tíma vinnulotu á töfluna og/eða nota tímavaka . Gæta þess að bæði verkefni í kennslustundum og heimanámsverkefni taki mið af úthaldi nemandans. Oft hjálpar að nota vinnuspjald sem lýsir fjórum eða fimm skrefum við að leysa og ljúka verkefni. Skýr fyrirmæli: • Stutt og hnitmiðuð • Einföld • Áhersla á lykilatriði • Ákveðinn raddblær • Endurtekning • Augnsamband Hvatning og hrós: • Klapp á öxl • Þumalfingur upp • Fimma (lófi að lófa) • Munnleg: Flott hjá þér, frábært, þú getur þetta! Dæmi um vinnuspjald. ADHD – Farsæl skólaganga ✂ ADHD – Farsæl skólaganga Námsgagnastofnun 2013 ViNNuspjAlD (sýnishorn) Það sem á að gera: 1. Lesa bók 2. Búa til4 orð Stafaaskjan 3. Skrifa orðin – búa til setningar 4. Teiknamynd 5. Ganga frá *Nemandi krossar í viðeigandi reit þegar hann hefur lokið við verkefni ogmetur hvernig hefur gengið. Sleppamámati og hafa bara einn reit þar sem ermerkt við þegar nemandi hefur lokið verkefninu. Það 1. 2. 3. 4. 5. *Nemandi krossar í hvernig hefur gengi þegar nemandi hefu 7

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=