ADHD Handbók

24 en minniserfiðleikar hafa gjarnan áhrif á námsgetuna; mikilvægt er að gera greinarmun þar á. Sjónrænar vísbendingar og tímarammar í skólaumhverfinu geta hjálpað nemendum með ADHD að átta sig á væntingum sem til þeirra eru gerðar, skipuleggja hugsun sína, athafnir og tíma. Með sjón- rænum vísbendingum er til dæmis átt við að stundatöflur, dagsáætlun, tímaáætlun og hvers kyns leiðbeiningar séu sýnilegar á veggjum, einnig leiðbeiningar og myndir um æskilega hegðun og umgengni, skólareglur o.s.frv. Slík leiðarljós ættu að vera á fleiri en einum stað í skólanum þannig að auðvelt sé að benda á þau og jafnvel lesa upphátt fyrir barn- ið. Með öðrum orðum, það skiptir miklu að barnið viti hvað það á að gera, hvar það á að vera, með hverjum, hvenær og hvernig. Hér á eftir eru nefndar nokkrar hagnýtar hugmyndir og ábendingar sem gott er að hafa í huga við nám og kennslu nemenda með ADHD: • Gefa skýr fyrirmæli með fjölbreytilegum hætti, munnleg og sjónræn, og fylgja eftir með skýrri líkamstjáningu. Oft getur þurft að hjálpa Sjónrænar vísbendingar: • Tímarammar • Stundatöflur • Dagsáætlun • Vikuáætlun • Skólareglur • Hegðunar- leiðbeiningar Tvær útfærslur af stundaskrám/tímarömmum. Lítil kort með viðfangsefnum kennslu­ stundar/dags fest á spjald með frönskum rennilás. Á stundaskrá A er flett yfir þegar verkefni er lokið og byrjað á því næsta. Á B bætist við reitur fyrir mat, t.d. „broskall“, stjörnur eða annað. Ljósmynd af kennara tryggir að nemandi viti hver tekur við en góð yfirsýn skapar öryggi og dregur úr kvíða. Sjá fleiri útfærslur á vefnum serkennslutorg.is . A. B.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=