ADHD Handbók

23 borð. Hjálpað getur að afmarka vinnupláss með límbandi á borðplötu eða gólfi. • Útbúa má sérstaka aðstöðu í skólastofu, afmarkað og rólegt svæði (t.d. með gólfmottu og mjúkum sessum), sem allir nemendur geta notað, ekki aðeins nemendur með sérþarfir. Nemendur geta farið þangað og unnið ef þeir vilja fá algjört næði. • Mikilvægt er að nemendur hafi sérstakan stað fyrir gögn og verkefnaskil . Merkja þarf greinilega hillur, skúffur/bakka, möppur o.s.frv. Oft getur hjálpað að aðgreina námsgreinar með lit, t.d. má geyma námsgögn og bækur í íslensku í rauðri teygjumöppu og merkja með sama lit á stundatöflu og þann stað sem íslenskuverkefni eiga að vera. Ef nemendur kjósa að vera með allar bækur og námsgögn í skólatöskunni til að gleyma þeim ekki heima eða í skólanum ber að virða það. • Leitast skal við að draga úr sjónrænu og hljóðrænu áreiti eftir því sem kostur er; til þess má m.a. nota skilrúm en einnig má minnka eða slökkva ljós öðru hvoru til að skapa ró og næði. Tónlist getur stundum skapað róandi andrúmsloft. Það hjálpar oft nemendum með ADHD að hlusta á tónlist með heyrnartólum við vinnu og próftöku. Sumum finnst einnig gott að vera með húfu, hettu eða buff á höfðinu til að verjast áreiti eða nota heyrnarhlífar. Aðlögun náms og kennslu Við aðlögun náms- og kennsluaðferða þarf að taka mið af aldri og þroska þess barns sem í hlut á hverju sinni. Þess ber að geta að barn með ADHD getur haft góðan skilning á náminu, þ.e. inntaki námsins, Gildi sjónrænna vísbendinga: • Nemandi þarf ekki eingöngu að reiða sig á talað mál. • Auka sjálfstraust og sjálfstæði. • Draga úr þörf fyrir stuðningsfulltrúa. • Draga úr óróleika. Dæmi um hentugt skipulag í skólastofu fyrir nemanda með ADHD.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=