ADHD Handbók

22 Skipulag náms og skólagöngu barna með ADHD þarf að ná til þriggja þátta. Þeir eru: • Aðlögun náms- og kennsluaðstæðna • Aðlögun náms og kennslu • Stuðningur við hegðun og atferlismótun Hér á eftir verður fjallað nánar um þessa þrjá þætti. Hafa skal í huga að flest sem er nefnt nýtist vel í kennslu allra nemenda, hvort sem þeir eru með ADHD eða ekki. Mismunandi er hvað hentar einstökum kennurum og nemendum. Aðstæður í skólum eru ólíkar og það sem gengur vel í einum skóla kann að vera óframkvæmanlegt í öðrum. Hér er því um að ræða hugmyndabanka en ekki forskrift eða fyrirmæli. Fyrst verður hugað að kennsluaðstæðum, síðan kennsluaðferðum og loks stuðningi við hegðun. Aðlögun náms- og kennsluaðstæðna Margt er hægt að gera varðandi skipulag aðstæðna til að auka líkurnar á að nemendum með ADHD nýtist kennslan sem best og þeir geti einbeitt sér eins vel og unnt er. Mikilvægast er að skapa andrúmsloft vellíðunar, umburðarlyndis og öryggis. Börn sem óttast hvorki mistök né það að vera klaufaleg eru líklegri en ella til að vera opin og virk og taka þátt í verkefnum og leik. Fastar vinnuvenjur og einfaldar reglur skipta miklu máli. Skipulag í skólastofu • Nemanda með ADHD hentar venjulega best að sitja nálægt kennaranum . Við það fæst öryggi og kennarinn á auðvelt með að fylgjast með nemandanum og veita honum leiðsögn. Best er að sessunautar séu góðar fyrirmyndir og að áreiti sé sem minnst í kringum nemandann. Það getur einnig hjálpað nemendum með ADHD að sitja þannig að þeir hafi yfirsýn yfir bekkinn og viti hvað er að gerast. Þá er minni hætta á því að það hafi truflandi áhrif á þá. • Gefa má nemanda kost á að sitja einn við borð . Nemanda með ADHD hentar yfirleitt ekki að sitja andspænis öðrum nemendum. Sumum getur hentað að vinna liggjandi á gólfinu eða standandi við

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=