ADHD Handbók

21 að barnið gæti staðið sig betur ef það legði sig fram. Aldrei er of oft bent á að takmörkuð ástundun barns með ADHD er ekki spurning um vilja . Börnin hafa hvert um sig einstaklingsbundna samsetningu ADHD einkenna og fylgiraskana, mismunandi styrkleika og veikleika og nálgast nám sitt á ólíkan hátt. Oftast eiga þau, einkum á unga aldri, jafnframt erfitt með að beita sig sjálfsaga. 42 Mikilvægt er að viðeigandi kennsluaðferðir og kennsluaðstæður séu valdar þegar um er að ræða nemendur með ADHD. Kennslan þarf að taka mið af styrkleikum nemenda og þörfum. Í samvinnu þverfaglegs teymis, foreldra og eftir atvikum nemenda er lagt mat á þessa þætti. Gæta skal þess að huga jafnt að námslegum þörfum og stuðningi við hegðun og mótun æskilegrar framkomu. 43 Leggja þarf áherslu á skýra ramma og rútínu, sjónrænar leiðbeiningar í umhverfinu og markvisst hvatningarkerfi ef það hentar. Sum börn með ADHD þurfa á auknum stuðningi að halda frá sérkennara, námsráðgjafa, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, stuðningsfulltrúa eða öðrum. Nauðsynlegt getur verið að semja einstaklingsnámskrá þar sem tilgreint er hvernig nám og kennsla er lagað að þörfum barnsins hverju sinni. Einstaklingsnámskrá er unnin í samvinnu kennara, foreldra og eftir atvikum nemanda og þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Við gerð einstaklingsnámskrár er þýðingarmikið að jafna vægi bóklegra og verklegra greina. Æskilegt er að flétta inn í daglega stundatöflu áhugasvið barns og verklegar greinar, til að skapa fjölbreytni og draga úr álagi á barnið sem alla jafna þarf í hverri kennslustund að takast á við námsgreinar og aðstæður sem oft reyna mjög á það. Áráttu/ þráhyggja Kvíði ADHD ADHD Hegðunar- röskun Sértækir námserfið- leikar Svefntruflanir Mikilvæg atriði í kennslu: • Skýrir rammar • Rútína • Sjónrænar leiðbeiningar • Hvatning • Hrós Dæmi um mismunandi samsetningu ADHD og fylgiraskana hjá tveimur börnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=