ADHD Handbók

19 Meðferð við ADHD Viðurkenndar meðferðarleiðir við ADHD eru einkum lyfjameðferð, sálfélagsleg meðferð (atferlismótandi) eða samsett meðferð (lyfja- og sálfélagsleg meðferð). Þessar meðferðarleiðir teljast gagnreyndar sem þýðir að sýnt hefur verið fram á árangur þeirra með fjölda rannsókna og viðurkenndri aðferðafræði. 35 Engin meðferð hefur fundist sem læknar ADHD. Meðferð við ADHDmiðar að því að halda einkennum í skefjum og styrkja umhverfi barnsins til að ná stjórn á röskuninni. Styrking á umhverfi barnsins felst meðal annars í að fræða fjölskyldu þess og starfsfólk skóla um ADHD og árangursríkar uppeldis- og kennsluaðferðir. Sálfélagslegar meðferðir sem eru atferlismótandi hafa reynst vel bæði í skólastofunni og heima. Hafa verður þó í huga að árangur er oft aðstæðubundinn og ekki er tryggt að framfarir á einum stað komi fram almennt eða yfirfærist á aðrar aðstæður. 36 Samsett meðferð, sálfélagsleg og lyfjameðferð, gefur oft besta raun í málum barna með ADHD. Þverfagleg teymisvinna fagaðila bætir árangur og gerir meðferð við ADHD skilvirkari. 37 Rannsóknir benda til, og það á við um bæði lyfjameðferð og sálfélagslega meðferð, að framfarir vari aðeins á meðan á meðferð stendur. Því verður að líta á ADHD líkt og hverja aðra langtímaröskun eða ástand sem þarfnast viðvarandi meðferðar. Barnið losnar ekki við röskunina en meðferðin getur haldið einkennum í skefjum. Með markvissri fræðslu byggist upp þekking á ADHD í nærumhverfinu og á leiðum til að styðja barnið náms- og félagslega. Sum börn með ADHD hafa gagn af þjálfun í félagsfærni, sérstaklega ef þjálfunin er samfléttuð skólastarfi og námsáætlun barnsins. 38 Lyfjameðferð er úrræði við ADHD sem telst vera best studd af rannsóknum. Hérlendis eru meðal annars notuð lyfin Rítalín, Equazym, Rítalín Uno, Concerta og Strattera. Rítalín og Equazym eru skammverkandi lyf en Rítalín Uno og Concerta langverkandi forðalyf sem öll innihalda methýlfenidat. Aukaverkanir geta verið lystarleysi, kviðverkir, höfuðverkur, pirringur og svefntruflanir. Á undanförnum árum hefur aukist notkun á lyfinu Strattera en það inniheldur ekki methýlfenidat og virkar bæði á einkenni ADHD og kvíða. Strattera Meðferðarleiðir: • Lyfjameðferð • Sálfélagsleg meðferð • Samsett meðferð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=